27.08.2008 23:11

Dapurt í sauðfénu.



    Þegar fyrstu verðtölur í sauðfjárafurðunum litu dagsljósið um daginn vonaði ég að þær myndu fara hækkandi þegar fleiri afurðastöðvar bættust við en það rættist ekki.

   Þó flestir rollukallarnir séu þungir yfir þessum verðum, hef ég á tilfinningunni að margir þeirra hafi ekki áttað sig á hve slæm staðan er/verður.
 Það er ekki langt síðan bjartsýnin ríkti og menn voru að rétta úr kútnum eftir mögru árin.
Vítahringurinn sem menn standa nú  frammi fyrir er sá að rekstrarkostnaðurinn( olía, áburður,lánakjör) hefur vaxið alveg hrikalega en markaðurinn þolir ekki þær verðhækkanir á afurðinni sem þarf. Hærra verð þýðir  minni sölu,þ.e. neyslan færist á aðrar kjöttegundir. Reyndar fyndist manni að hækkunarþörfin ætti að vera fyrir hendi á öðrum kjöttegundum líka en sauðfjárræktin verður því miður alltaf döpur hvað arðkröfur varðar. Annaðhvort verður því að lækka tilkostnað á ferlinum eða auka aðstoðina við greinina en sú leið er örugglega ekki inni í dag.

  Því miður virðist staðan sú að þó veturinn verður þraukaður, enda búið að leggja út fyrir vetrarfóðrinu, mun nokkuð stór hluti stéttarinnar verða að setjast yfir reiknivélina að vori.

 Og menn leika sér ekki með tilbúnar tölur/áætlanir í mörg ár eins og málin standa í dag.

Flettingar í dag: 16
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 913
Gestir í gær: 95
Samtals flettingar: 414577
Samtals gestir: 37267
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 01:25:15
clockhere