14.08.2008 21:56

Regnbogi og ??



              Rigning og sól = regnbogi.  Svona var veðrið í morgun en svo birti til og var þurrt í dag.  Nú er gamli góði Camperinn loksins kominn á pikkann en pallhúsið þarna farið. Stefnan er svo sett á Mýrdalinn um helgina og hugsanlega verður sunnlensk rigning til að kæta/væta mann eftir alla þurrkana.
 


     Trúlega síðasta háarrúlla sumarsins komin á flug. Fyrir Valtra aðdáendur er gaman að upplýsa það, að samkvæmt nýjustu tölum er hann söluhæsta dráttarvélin á landinu það sem af er árinu en dráttarvélasala mun vera helmingi minni en á sama tíma í fyrra.
 Ferguson aðdáendurnir geta svo huggað sig við að Fegginn kemur í hælana á honum.

  Svo samhryggist ég okkur sauðfjárbændum með fyrstu verðtölur haustsins.
Ef þær lagast ekki verða menn að fá sér axlabönd með beltunum. 
Flettingar í dag: 905
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 363
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 423301
Samtals gestir: 38534
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 19:02:28
clockhere