17.07.2008 20:36

Nýræktin


                Við  grasfræsáninguna er gamla sáðvélin tekin fram. Hún er sérhönnuð til línræktar og er nærri helmingi styttra milli frærásanna á henni en hefðbundnu sáðvélunum   sem þýðir að akurinn lokast mun betur.                           


  Þegar ákveðið var að einbeita sér að mjólkurframleiðslunni lá fyrir að stórbæta þyrfti gróðufarið á túnunum. Það eru þessvegna teknir í endurræktun 4-8 ha. á ári. Þetta fellur vel að byggræktuninni. Við höfum síðan sáð minnkuðum skammti af byggi með grasfræinu þegar akrinum hefur verið lokað til að fá einhverja uppskeru sáningsárið.
   Það er hinsvegar dálítið lotterí, því hætta er á skemmdum í nýræktinni ef blautt er um á uppskerutímanum eða ef ekki næst að hreinsa burtu hálminn. Í vor tók síðan yngri bóndinn af skarið með það að framvegis yrði grasfræinu sáð einu og sér.  Gærdagurinn (fyrriparturinn)var því tekinn í að loka rúmum fimm ha. sem búið var að finisera til. Það var mikill munur á að vinna þetta núna eða  þegar flotið var um þetta í vor, ýmist á plógstrengjunum eða lýginni. Nýgresið á síðan að vera komið vel upp fyrir veturinn og skila góðri uppskeru næsta sumar.(Ef þetta kelur ekki allt saman.)

   Það á svo að reyna að ljúka plöstun á hrossaheyinu á morgun ef ekki verður of hvasst.
Flettingar í dag: 244
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 863
Gestir í gær: 52
Samtals flettingar: 422277
Samtals gestir: 38497
Tölur uppfærðar: 2.5.2024 19:20:59
clockhere