01.07.2008 20:28

Hvolpar og veðurfar.


               Já , Þarna er Assa mun áhyggjulausari en hún er í dag.


         Mér var hætt að lítast á blikuna þegar 9. hvolpurinn kom skrækjandi í heiminn, en sem betur fer urðu þeir ekki fleiri. Þegar Týri mætti á svæðið fannst mér hann dálítið dökkur yfirlitum en hvolparnir eru margir eins og mamman og allir með a.m.k hvítan blett aftan á hálsinum. Liturinn góður á sumum og alltílagi á öllum hinum. Og nú er ég að horfa til ræktunarmarkmiðanna, en ekki á annarra smekk á B.C. litum. Já og sumir eru náttúrulega þrílitir.
 Það koma myndir af þeim þegar þeir verða orðnir dálítið " krúttulegri" eins og dóttirin segir.

 Það er búin að vera ansi góð hreyfing á súrefnin hér síðustu dagana og nú er að bæta verulega í . Undanfararnir á landsmótið reyndu að bera sig mannalega í dag , en í kvöld voru þau hætt því. Þau voru í vandræðum að hemja tjaldið við fósturjörðina og mér skildist að verið væri að setja bíla og hjólhýsi inná tjaldsvæðið til að brjóta upp vindinn og skýla eitthvað. Vonandi að þeir haldist landfastir. Þetta á samt að ganga hratt yfir og gott veður framundan sérstaklega um helgina.

  Nú biður samt allt búandlið hér á vesturslóðum um meiri rigningu en aðeins í nótt, því þurrlendistúnin eru að fara illa bæði slegin og óslegin.

Samt held ég að ekki megi rigna mjög lengi til að það viðhorf breytist.
Flettingar í dag: 389
Gestir í dag: 109
Flettingar í gær: 288
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 424126
Samtals gestir: 38674
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 16:47:07
clockhere