15.06.2008 00:10

Sleppitúrinn 4 d. Litla Hof


Frá v.    efri.r. Gestgjafinn , Jói,Gulli og Laufey,Jonni,Svanur,Skúli og Jón El.
fr.röð. Auðun,Stjáni,Dagný, Öddi,Axel og Gunni.
 Áð í Hrollaugsborgum(held ég) . Þangað færði konan hans Axels(man því ,miður ekki hvað heitir) okkur m.a. soðin kríuegg í ómældu magni.

  Einn af fjölmörgum göllum okkar gömlu sleppitúrsmannanna er það, að okkur er ekki gefið að syngja mjög vel .Stjáni  er þó góður og bjargaði oft málununum þegar við vorum fámennir og þurftum að taka lagið með einhverjum. Þegar Gunni og Gugga bættust við í fyrra, lagaðist þetta verulega og þegar Dagný bættist við í ár fór þetta að líta vel út.
 Þegar Gugga og Dagný tóku  Vatnsenda Rósu með sem mestu tilþrifum lá við að gömlu perrarnir táruðust og er þeim þó ekki grátgjarnt.
 Það má segja að Dagný hafi komið sterkt inn á tvennan hátt því hún hefur í hestakosti sínum moldóttan klár sem var betri en enginn þegar reksturinn tók einhverjar óvæntar aríur og afbragðs ferðahestur að öðru leiti..

  Já það var lagt upp frá Lækjarhúsum á tilsettum tíma. (Sem er alltaf rauntími.)
   Þá var búið að koma bílunum að Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi og koma upp hólfi fyrir hrossin en þaðan yrðu þau flutt að Litla Hofi um kvöldið.
 Nú slógust í för auk Ödda , Laufey og Gulli í Lækjarhúsum og Axel sem gædaði okkur þennan dag. Fyrst áfangi var að Jaðri til Ingimars stórvinar okkar. . Kálfafellstaður, prestsetur þeirra Suðusveitunga er þar í sömu torfunni . Þar þjónar nú fyrrverandi sálusorgari minn og nágranni. Einar Jónsson sem bjó í Söðulsholti í nokkur ár.
 Ég reið að sjálfsögðu í hlað hjá Einari en þar náðist enginn til dyra og kannski enginn heima, en mér er til efs að þar hafi nokkurntímann riðið Eyhreppingur í hlað fyrr í Íslandsögunni. Nú bauð Ingimar okkur til bæjar og gaf okkur kaffi sem sumir höfðu nokkra þörf fyrir. Hann gekk síðan til búrs og kom með hitt lærið af þeim veturgamla sem reyndist engu síðra.. Nú bætti hann um betur og gaf okkur lærið sem reyndist okkur vel og dugði til ferðaloka.
 Þennan dag voru reiðgötur misgóðar og siðari hluta dagsins fórum við götulausa mela og áraura. Þetta land var að stærstum hlut tiltölulega nýkomið undan jökli sem hefur hopað með ólíkindum síðstu 30 árin. Þegar ég kom að lóninu fyrir nokkrum árum var vatnabílunum ekið í lónið nánast við þjónustumiðstöðina. Nú er þeim ekið einhverja km. að jökli áður en farið er í lónið. Við sleppitúrsmenn erum ekki óvanir götulausum leiðum því einn okkar er afar góður á kortunum og ríður alltaf fremstur. Stundum eru göturnar á kortunum hinsvegar ekki fyrir hendi á landinu sem riðið er eftir og er það vegna lélegra kortagerðamanna. Þetta var sérstaklega slæmt einhverju sinni á leiðinni,Þingvellir- Skorradalur og sýndist okkur eftirá að spottinn sem átti að vera 45- 50 km hefði verið farinn að nálgast 100 km óþægilega mikið í áfangastað og líklega algjör tilviljun að hitta á Skorradalinn. Nú , við náðum farsællega að lóninu og sæmilega gekk að koma hrossunum að Hofi . Og Einar sem þurfti að eyða deginum í Reykjavík á afmæli systur sinnar slapp lifandi úr flugferðinn báðar leiðar og með honum til baka kom Halldóra sem kláraði túrinn með okkur og var flokkurinn nú loks fullskipaður. Þegar við lýstum deginum fyrir Einari var þetta að sjálfsögðu langbesti dagurinn. Eeen þrátt fyrir góða grillveislu var ekki mikið sungið þetta kvöld.

  Mér gengur svo ákaflega illa að verð mér úti um myndir úr túrnum og er farinn að velta fyrir mér hvað sjáist eiginlega á þeim??
 
 
Flettingar í dag: 196
Gestir í dag: 41
Flettingar í gær: 288
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 423933
Samtals gestir: 38606
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 12:11:30
clockhere