09.05.2008 04:17

Ekki blíðan og rebbinn.

 Þegar vaktin byrjaði varð það mitt fyrsta verk að sækja kuldagallann í bílskúrinn um leið og ég hugsaði með mér að ég hefði átt að lofa veðrið meira í gær. Gamla góða norðanáttin er n ú mætt á svæðið og ekki orð um það meira.

  Þegar ég var að ljúka vaktinni i gærmorgun leit ég einu sinni sem oftar á rebbaætið mitt sem er í sirka 700 m. fjarlægð ofan túngirðingar. Þegar eitthvað dökkt sást skjótast þar um móana helltist adrenalínkikkið yfir mig sem aldrei fyrr. Ég fann samstundis á mér að þarna var þrjóturinn mættur sem tvívegis í vetur hafði storkað mér með því að koma á fullri ferð að ætinu um miðja nótt . Þjóta þar fram og aftur og láta sig svo hverfa á örskotshraða áður en hægt væru að koma honum í riffilkkíkirinn svo gagn væri að.  Nú var brugðið við hart, vopnast og brunað áleiðis á bílnum að hæð sem skildi milli bíls og ætis. Þegar gægst var yfir síðustu þúfuna á hæðarbrúninni var komin styggð að Móra sem trúlega hefur heyrt eitthvað í logninu. hann var á mikilli siglingu í burt en eins og ættingjar hans gera oft  stoppaði hann á holtinu rétt áður en hann slyppi í hvarf. Leit fullur tortryggni til baka eftir að hafa stillt sér fallega upp með hliðina að mér. Hann fór ekki lengra, en færið var það langt að það rifjaðist upp fyrir mér sagan af vinunum sem voru saman á veiðum. Sá með riffilinn sagði jafnan eftir feilskot að nú þyrfti að stilla kíkinn. (Þeir sem skjóta innan við 100 skotum á ári eins og hann og ég, þurfa stundum að stilla kíkinn eftir löngu færin.)  Þeir vinirnir sáu einn mórauðan sem steinlá síðan á einhverju gígannísku færi. Þá varð vininum að orði. Hann er skemmtilega vitlaus kíkirinn hjá þér núna.
Flettingar í dag: 156
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 745
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 420901
Samtals gestir: 38388
Tölur uppfærðar: 30.4.2024 12:48:00
clockhere