08.05.2008 03:54

Vorstemmingin.

 Við létum samstilla sæðisærnar þrátt fyrir annmarkana sem fylgir því, sem eru fleiri uppgöngur , minni frjósemi o.fl. Þær voru síðan sæddar 14 des. Sama dag var hrút sleppt í gemlingana. Hrútunum var síðan sleppt í féð 19 des. Þannig að núna eru síðustu sæðisærnar að bera (einlemburnar) og hinar að byrja.  Það er því fylgst með þeim allan sólarhringinn og vaktir skipaðar. Þegar akrarnir eru svona seint til verður þetta dálítið meira puð en annars og fullt að gera. Tíðarfarið er svo alveg meiriháttar þessa dagana. Það er ekki nóg með að grasið sjáist spretta, heldur heyrist það spretta. Það eru nú að vísu ekki nema útvaldir sem heyra það. Síðan er ekki ónotalegt að rölta hér á milli húsanna í rjómalogni og ótrúlega fjölbreytilegum fuglasöng þegar fer að birta af degi og kyrrðin að öðru leiti algjör. Í þessu annríki kemur sér vel fyrir bóndann að hafa safnað upp smá aukamassa yfir veturinn því nú gengur á forðann og óvíst að hægt verði að ná stórbændaþyngdinni upp fyrr en næsta vetur, því sumarið verður örugglega alltof stutt fyrir allt það skemmtilega sem á að gera þá ásamt hinu.(þessu leiðinlega).
  Ég velti því svo stundum fyrir mér hvernig maímánuðurinn væri nú, ef ég væri  að vinna 5 daga  vikunnar frá 9 til 5. Skyldi ég fíla það???
Flettingar í dag: 407
Gestir í dag: 125
Flettingar í gær: 288
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 424144
Samtals gestir: 38690
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 18:35:03
clockhere