28.03.2008 10:41

Kjarabaráttan.

 Fyrir okkur sem erum að dúlla okkur í mjólkurframleiðslunni var gríðarlega mikils virði að ná þessari hækkun á mjólkinni 1.apríl. Það var ekki minna virði að það skyldi verða svo til algjör sátt um málið og sýnir hversu þýðingarmikið er að tala hlutina rétt upp. Ekkert væl en staðreyndirnar á borðið. Fulltrúi ASÍ sem eðli málsins samkvæmt á að standa á bremsunni gat ekki verið vægari í mótstöðunni. Í þeirri umræðu hefði reyndar mátt benda á að bændurnir eru auðvitað með sínar neysluskuldir rétt eins og almenni borgarinn. Vaxtakjör búrekstursins hljóta hinsvegar að leita út í verðlagið eins og hjá öðrum fyrirtækjum.  Á þeim tímapunkti sem farið var að velta fyrir sér niðurgreiðslum á áburðarverðinu  steinhætti mér að lítast á blikuna. Slíkur gerningur myndi óhjákvæmilega hverfa til baka á einhverjum tíma hugsanlega án þess að neitt kæmi á móti. Áhyggjuefnið nú er hvernig rétta á af hækkanirna hjá sauðfjárbændunum. Þar er annað kerfi í gangi þar sem verðin stjórnast fyrst og fremst af svína og kjúklingakjötinu þó einhverjir vilja trúa öðru. Hér á bæ þar sem stunduð er styrkjalaus sauðfjárrækt er ljóst að meðlagsgreiðslurnar með dilkakjötsframleiðslunni munu aukast. Þá er bara að ydda blýantinn setja dæmið öðruvísi upp og fjölga liðunum sem laumað er yfir á mjólkurframleiðsluna, líta svo til himins og tala um lífsstíl eins og hitt rollufólkið.
 Ég verð síðan á faraldsfæti um helgina og þar sem sjóferðin til Eyja leggst afar illa í mig og verulegar efasemdir uppi, um að ég lifi hana af  bið ég ykkur vel að lifa og ganga hægt um gleðinnar dyr nú sem endranær.
Flettingar í dag: 239
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 322
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 418086
Samtals gestir: 37969
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 15:36:06
clockhere