26.03.2008 23:33

Timburmennirnir.

 Þær báru sig heldur illa margar kýrnar í dag, haltar og skakkar eftir klaufsnyrtinguna.  Nokkrar voru bara illa haldnar.Trúlega hafa nokkrar tognað í sviftingunum og aðrar tekið snyrtinguna nærri sér . Þetta er  greinilega fóðursparandi aðgerð(tímabundið) og  leysir tankvandamálið í leiðinni , svona í bili. Ég lét svo hafa mig í það það trilla bygginu hans Ásgeirs og félaga á traktor inní Hólm . Þar sem traktorinn er alvöru var þetta nú ekkert skelfilegt, og byggið sem fór vestur yfir fjörð í þetta skipti var alveg úrvalsgott. (Engin hálmstrá). Við sem erum í byggþurrkuninni erum orðnir nokkuð naskir á gæðin af einstökum ökrum. Sem sagt allt gott, en misgott. Mér þótti það umhugsunarefni þegar kunningi minn og þrautreyndur byggræktandi sem  keypti nokkur tonn af innfluttu byggi til að láta enda ná saman hjá sér, hafði aldrei gefið þvílíkt drasl áður!! (Þetta innskot er nú bara svona til fróðleiks.) Þessi Stykkishólmsferð varð hinsvegar til þess að rúningnum sem framkvæmast átti í dag var frestað, okkur bændunum til mikils léttis. Til að fullkomna hamingjuna er morgundagurinn og helgin fullbókuð og óhjákvæmilegt að fresta rúningum framyfir helgi. En dj. verður það nú samt gott þegar hann klárast.
Flettingar í dag: 35
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 1482
Gestir í gær: 56
Samtals flettingar: 448818
Samtals gestir: 41443
Tölur uppfærðar: 20.5.2024 01:23:52
clockhere