19.03.2008 21:01

Sauðféð 2007.

   Það lyftist brúnin á húsfreyjunni eftir því sem leið á lesturinn en uppgjörið fyrir sauðfjárafurðir síðasta árs komu með póstinum í dag.

  Veturgömlu gimbrarnar voru að skila 21.3 kg eftir á m/lambi (1 geld af 18).
Fyrir daga byggsins var verið að gefa þessum aldurshóp um 60/80 gr. af fiskimjöli á dag frá fengitíma og framyfir burð. Nú er gefið bygg á þessum tíma sem er náttúrulega allt annað fóður og mér finnst það svínvirka.(Hlutlaust álit eða þannig).

  Ærnar skiluðu hinsvegar 33.3 kg (ær m/lambi.)  Þær fá hinsvegar ekkert bygg fyrr en eftir burð þar sem gjafaaðstaðan býður ekki upp á neitt dekur. Þegar frúin hafði síðan athugað hvar í röðinni búið var yfir afurðahæstu búin í landinu var farið að liggja verulega vel á henni.
 Fyrir gúrúana í ræktuninni skal upplýst að lömbin fengu 9.2 fyrir gerð og 7.5 fyrir fitu.
Hér hefur aðalbaráttunni verið beint gegn fitunni sem hefur oft leikið okkur grátt í matinu og hefur nokkur árangur náðst í þeim slag. En betur má ef duga skal bæði í gerðinni og fitunni. Hér eru ekki taldir fósturvísar, en eftir að hafa sett út bæði veturgamlar og gemlinga er verulegar líkur á að allt sé með lömbum. (Engin leikur sér) En þessir aldurhópar fá sérkennslu í að hlýða hundum á þessum tíma. Það er sérverkefni sem Skessa er látin um. Hún þarf svona 10- 15 mín. til að siða til gemlingahópinn og það sér aldrei á gemling eftir hana blessaða. Eins og málin standa núna lítur vel út með að allt sé með lambi. Það lítur hinsvegar illa út með geldfé í hundatamningar og hundasjó í sumar. Þetta kallast víst að svíða og klæja samtímis.
Flettingar í dag: 111
Gestir í dag: 75
Flettingar í gær: 740
Gestir í gær: 164
Samtals flettingar: 424588
Samtals gestir: 38804
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 07:09:42
clockhere