18.03.2008 13:28

Kvennaferð til Rvk

Við kvenkynið á hlaðinu brugðum undir okkur betri fætinum (eða betri bílnum) og skelltum okkur  bæjarleið í gær. Yfirlýstur tilgangur var enginn og því lítið stress í gangi. Ég var hins vegar búin að tilkynna að ég ætlaði í einhverja stóra dótabúð og kaupa sparkbíl handa uppáhaldsbarnabarninu. Í Toys eitthvað vakti hvað mesta lukku risastór hestur en verðið var eins og á alvöru folaldi eða um 50.000 kr sem þótti fulldýrt. Þarna fannst þessi forláta sparkbíll sem var fjárfest í og allir nokkuð sáttir. Ja nema afinn núna í hádeginu þegar hann átti að setjast og keyra á bílnum. Það var frekar erfitt. Svo var farið í Rúmfatalagerinn og þar fæst jú sitt lítið af hverju. Gardínubúðir fengu góðan tíma því bæði Guðný og Iðunn eru með stóra stofuglugga sem vantar gluggatjöld fyrir. Stoppað var í Álfheimum hjá langafa og langömmu en hún er alls ekki búin að jafna sig ennþá. Gullfiskar og afmælisgjafir og þá er allt upp talið.
Svo var kóræfing um kvöldið bæði vegna páskamessu sem kórstjórnn kallar oftast máskapesku og væntanlegra ferminga. Þar tókst ýmsum að æsa sig og aðra vegna fermingarfræðslu sem menn eru missáttir með. Sem betur fer þarf ég ekki að stressa mig lengur á þeim hlutum , alla vega ekki næstu 12 árin. Kannski verður þá búið að leggja þær af þá, hver veit. Þegar Kolbrún mætti svo í pössun í morgun var farið út í fjós að hitta kálfana sem eru hvað skástir af þessum mudýrum. Gáfum nokkrum spökum rollum bygg og svo var farið inn að vekja Höllu Sif sem átti að taka við barnapössun meðan ég þrifi mjaltabásinn.
Veðrið er eiginlega of gott fyrir innivinnu svo ég ætla að sleppa bókhaldinu og þrífa frekar bílinn.
Flettingar í dag: 735
Gestir í dag: 162
Flettingar í gær: 288
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 424472
Samtals gestir: 38727
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 23:10:18
clockhere