17.03.2008 22:58

Taðmokstur og konudagur.

  Það var skipt liði í morgun. Húsmóðirin brá sér í bæinn ásamt dætrunum báðum ,dótturdóttir og tengdadóttur. Þó furðulegt megi telja var ekki aðalásetningur ferðarinnar að strauja kortin heldur var þetta svona" konudagur". Ég vonaði svo að Kolbrún yrði nógu fljót að átta sig á veiklyndi kvennanna ef þær ættu nú leið um einhverja álitlega dótabúð eða annað áhugavert.
  Ég var hinsvegar heima að moka skít. Það verður að viðurkennast að ég var hæstánægður með þessa verkaskiptingu því ef eitthvað er leiðinlegra en að fara í bæinn, er það að fara í bæinn í eitthvað búðaráp.
 Já það var verið að moka undan fénu sem er á taði/hálmi og kálfunum(minnstu) sem ganga á hálmi. Sjefferinn í Söðulsholti var notaður í verkið ,mokað á sturtuvagn og búnir til haugar niður á eyrum . Líklegt er að hækkandi áburðarverð verði til þess að haugarnir endi í ökrum og á túnum í stað þess að breytast í hóla í landslaginu með tíð og tíma. Sjefferinn er mikið snildartæki og ótrúlegt hvernig er hægt að læðast fyrir horn á honum. Eitt af þessum nauðsynlegum tækjum sem allir bændur ættu að eiga í dótahúsinu sínu. Ég náði samt ekki að klára í dag en þetta verður búið fyrir hádegi á morgun. Atli komst svo með torfærutröllið út í smá prufu í dag. Hann brosti hringinn og gerir það trúlega enn. Það eru samt nokkur handtök eftir áður en hringurinn um Skyrtunnuna verður tekinn. Dagurinn endaði svo með fundi í Borgó þar sem farið var yfir hugsanleg rekstrarform á Laugargerðisskóla sem er rekinn í samstarfi Borgarbyggðar og  Eyja og Miklaholtshrepps. Jávæður og fínn fundur.
 
Flettingar í dag: 407
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 363
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 422803
Samtals gestir: 38522
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 05:23:28
clockhere