12.03.2008 00:14

Ræðan sem ekki var flutt.

 Ég komst ekki á bændafundinn í dag eins og ég hafði ætlað mér og það var ágætt.
 Fyrir allnokkrum árum ákvað ég það að hætta afskiftum af bændapólitíkinni og snúa mér að öðrum og skemmtilegri viðfangsefnum. Ég hef nú staðið ágætlega við það en hefði ekki staðist það núna að nöldra eitthvað kominn á staðinn. Þegar ég byrjaði að mæta á bændafundina fyrir 30 árum + fannst mér afspyrnuleiðinlegt að hlusta á gömlu bændurna taka forustuna í nefið fyrir slælega frammistöðu sem var enn ómaklegra þá heldur en nú. Á þessum árum var gósentíð í sveitinni og menn framleiddu eins og þeir mögulega gátu.Ríkið borgaði síðan bændunum fullt verð fyrir framleiðsluna og það sem landinn gat ekki torgað, var svo flutt út fyrir afar lágt verð svo ekki sé fastar að orði kveðið. Mér þótti það ótrúlegt þá og enn ótrúlegra nú að níutíu og eitthvað % bænda trúðu því afdráttarlaust að svona yrði þetta um ókomna tíð og þó að helmingurinn af dilkakjötinu væri fluttur út nánast verðlaus var það sjálfsagður hlutur.
  Umræðan um blessaðan kúastofninn okkar minnir mig óþyrmilega á þessa gömlu góðu daga og þó nú séu ekki níutíu og eitthvað  % sanntrúaðir á botnlausar fjárveitingar, þá eru ótrúlega hátt hlutfall kúabænda (meira að segja ungt og velmenntað fólk)sem trúa því að íslenska þjóðin sé tilbúin að borga tugi % ofan á eðlilegt mjólkurverð vegna óhagkvæms kúakyns um ókomna tíð. En litirnir á kúnum ,þeir eru fjölbreytilegir sei,sei já!

 Og guð hjálpi mér svo þegar mín heittelskaða les þetta í fyrramáli.
Flettingar í dag: 1691
Gestir í dag: 455
Flettingar í gær: 588
Gestir í gær: 185
Samtals flettingar: 426756
Samtals gestir: 39369
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 06:54:20
clockhere