04.03.2008 20:43

Slabb.

 Ég er orðinn sjóaður í því að þola allskonar veður eftir að hafa alið aldurinn hér á nesinu en snjóslabb er mjög neðarlega á óskalistanum. Þetta var semsagt slæmur dagur hvað veður snertir og engar stillur í kortunum,heldur áframhaldandi umhleypingar. Ekki varð það til að bæta geðheilsuna að ég fékk áburðarútskriftina í tölvupósti og þó sölumanninum hafi annaðhvort blöskrað upphæðin eða vitað að ég væri sívælandi yfir áburðarkaupunum bætti hann ríflega hundrað þús. kr afslætti við dílinn sem ég hafði náð hjá honum. Í stað þess að fyllast þakklæti, fylltist ég grunsemdum um það, að ég hefði ekki staðið mig nógu vel í samningunum. Já svona er lífið og þar sem kollegar mínir á Búnaðarþingi standa sig vel í vælinu ætla ég að hætta því. Nú eru svo komnar inn rosalega fínar myndir af síðustu snjósleðaferð og þegar veðrið fer virkilega í taugarnar á mér skoða ég þær.
Flettingar í dag: 142
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 288
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 423879
Samtals gestir: 38577
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 07:30:31
clockhere