28.02.2008 00:23

Ótitlað

   Ég komst í snjómokstur í dag niður í hestamiðstöð. Það var látið duga að snyrta hlaðið en svo verður að ganga í að hreinsa út úr gerðunum áður en lýkur. Hundatamningunum hefur svo  verið  verið sinnt af krafti 2 daga í röð sem er frábært en betur má ef duga skal og það er rýnt í langtímaspána af mikilli áfergju hvort ekki verði hægt að henda rollunum út í rúllu fljótlega, en því miður er ekkert útlit fyrir það. Atli er heldur að ná heilsu og hóstar ekki alveg eins trúverðugt og hann gerði. Frúin er svo  á kafi í VSK.uppgjörinu og þá reyni ég að vera ekki alveg eins leiðinlegur og vanalega en það getur nú verið erfitt. Dagurinn endaði svo á fundi um kaldavatnsmál í skólanum og víðar en þar má segja að hafi verið skortur á köldu vatni frá upphafi og þætti trúlega einhverjum tímabært að fundin verði lausn á því.
Flettingar í dag: 836
Gestir í dag: 86
Flettingar í gær: 294
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 414484
Samtals gestir: 37253
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 20:42:41
clockhere