23.02.2008 23:14

Blessaðir Öskudagsbræðurnir.

 Nú skila Öskudagsbræðurnir sér hver á fætur öðrum og það var alveg extra fín útgáfa í dag.Því miður komst ég ekki á árshátíð skólans  eins og ég hafði ætlað mér. Það var slæmt því þær eru undantekningarlaust skemmtilegar og svona einn af vorboðunum. Ég ætla samt að reyna að grafa upp myndir af krökkunum og setja í albúm fyrir þá sem vilja sjá hressa krakka. Um kaffileytið komst ég svo út með nokkrar kindur og náði að hreyfa 3 hunda. Það lítur ekki vel út með tamningarnar því nú líður hratt á veturinn. Enda er ég hættur að vera jákvæður við hundaeigendur sem halda að ég geti tamið hund. Gef í mesta lagi ádrátt um að kíkja á hann í nokkra daga ef guð og tíðin lofi. Asi minn er mættur í framhaldsnámið og er óskemmdur eftir dvölina hjá eigandanum. Frábær ræktun  ekki spurning. Maggi Lár er síðan með námskeiðí reiðmennsku niður í hestamiðstöð og þegar ég skutlaði Höllu Sif niður eftir með súpuna naut ég þess í botn að heyra hann skamma félagana fyrir ómögulega ásetu og bara nefndu það.
 Jafnframt þakki ég guði fyrir að hafa ekki tekið þátt,nóg til að brjóta mann niður samt.
 Það var svona refaslóðasnjór í dag og þrátt fyrir ömurlega umræðu  um þann málaflokk síðustu vikuna þá er kominn fiðringur í gikkfingurinn.

 

Flettingar í dag: 615
Gestir í dag: 103
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 40
Samtals flettingar: 420615
Samtals gestir: 38341
Tölur uppfærðar: 29.4.2024 20:17:24
clockhere