23.02.2008 00:01

Mjólka Í Hafnarfjörðinn.

 Nú liggur fyrir að Mjólka er að setja sig niður í Hafnarfirðinum . Lóðarumsóknin í Borgarnesi hefur verið dregin til baka og ég sem hafði vonað fyrir hönd vina minna á Austurbakkanum ( í víðtækri merkingu) að uppbyggingin yrði þar, finnst þetta vond málalok. Þar verður líka að hafa í huga að undirritaður stefnir að sameiningu Austur og Vesturbakka svo mér er málið skylt.( Mér skilst að þorrablótsnefnd Kolhreppinga stefni að sömu markmiðum).  Eftir  kaup á 40.000 l.framleiðslurétti á síðasta ári er áhugi á frekari kaupum í sögulegu lágmarki. Þar sem hinsvegar stefnir í umtalsverða umframframleiðslu á næsta/næstu árum verður það að viðurkennast að eldri bóndinn hefur svona aðeins fylgst með gengi Mjólku og snuðrað pínu um framtíðarhorfur.Það er langt síðan hann lærði það af sér fróðari mönnum að maður verður alltaf að hafa B leið ef A leiðin klikkar. Þrátt fyrir gífurlega námskeiðsfíkn tókst mér síðan  að standa af mér námskeiðstilboð helgarinnar, svo nú er að vita hvernig helginni verður varið?

 Og þið hin,gangið nú einu sinni á guðs vegum um helgina.
  
Flettingar í dag: 615
Gestir í dag: 103
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 40
Samtals flettingar: 420615
Samtals gestir: 38341
Tölur uppfærðar: 29.4.2024 20:17:24
clockhere