22.02.2008 00:30

Áburður og tilvonandi forsíðufrétt.

 Það var legið yfir áburðaráætluninni í gær og 5 mín. rágjöfin sem átti að kría gratís útúr Sigga varð að tveggja tíma vinnu. Þegar ég uppgötvaði að hverjar 10 mín. sem viðræðurnar lengdust um, hækkaði áætlunin um ca.100.000 kr. reyndi ég því að ljúka þessu með hraði.Það var hinsvegar of seint því hún endaði í...þori ekki að segja meira.

 Eftir morgunverkin héldu Dalsmynnisbændur síðan kaffifund þar sem ákveðið var hvaða tún skyldu tekin til endurræktunar. Aðalbóndinn var að vísu fjarverandi að vinna fyrir áburðinum. Ákveðið var að rækta bygg í 19 hö. og rýgresi í um 8 hö. . Taka upp til endurræktunar um 9 ha. Að þessum ákvörðunum teknum fór Atli að smíða bíl en Söðulsholtsbóndinn mætti á framhaldskaffifund. Nú lá fyrir að ganga frá fræpöntunum og láta reyna á hvaða yrki fengjust til sáningar ásamt frágangi á áburðarpöntun fyrir Einar. Gengið var frá grófri fræpöntun við Lífland sem yrði fínpússuð síðar en Yrkjar ehf. sjá um innkaup á fræi í þessa hundrað ha. í Eyjarhreppnum.

 Rétt um leið og Einar yfirgaf svæðið hringdi í mig blaðakona á Fréttablaðinu. Erindið var að fræðast um ljósaveiðar á ref og þar sem þetta kom algjörlega flatt upp á mig náði ég ekki að snúa mig útúr þessu og var farið nett yfir málið. Nokkru seinna hringdi hún aftur til að leyfa mér að ritskoða samtalið sem ég gerði. Eg lét í ljósi áhyggjur af því að trúlega yrði ég svo skotinn á færi í framhaldinu. Hún svaraði að bragði .Láttu mig þá vita . Þá kemstu á forsíðuna.
Flettingar í dag: 634
Gestir í dag: 106
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 40
Samtals flettingar: 420634
Samtals gestir: 38344
Tölur uppfærðar: 29.4.2024 21:07:44
clockhere