12.02.2008 23:03

Bráðum kemur betri tíð....

Ef veðurfræðingar eru hættir að ljúga þá er von á hlýindum og rigningu næstu daga svo það er ekki seinna vænna að setja inn snjóamyndir.  Það gekk vægast sagt hægt að hlaða inn myndum og Svanur orðinn pirraður svo hann dreif sig í pottinn. Ég laumast á meðan og skrifa smá klausu.  Það eru allir í sjöunda himni eftir hundanámskeiðið síðustu helgi og ætla auðvitað að byrja æfingar af miklum krafti. Mér heyrðist Svanur vera að reyna að semja um að fá eina stíu í hesthúsinu undir nokkrar ær, þannig að hann gæti æft sig á kvöldin. Ekki fannst mér viðbrögð Söðulsholtstemjara mjög jákvæð, alla vega ekki í fyrstu atrennu. Dóri og Iðunn sóttu sænska aðstoðartemjara um helgina, sú heitir jessika og mér skilst að það eigi að fara með hana á þorrablót Kolhreppinga um næstu helgi og kynna hana fyrir þorramat og íslenskum strákum. Þar sem hún er grænmetisæta hugsa ég að íslensku strákarnir hafi vinninginn.
Í skólanum er undirbúningur árshátíðar að hefjast. Nú á að sýna valda kafla úr Bugsy Malone og miðað við frábærar sýningar hjá krökkunum undanfarin ár, verður þetta örugglega flott hjá þeim. Mér skilst að nú sé leitað alls staðar að derhúfum og vestum.

ps. Komnar inn myndir af snjó og námskeiði.
Flettingar í dag: 1
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 1053
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 423450
Samtals gestir: 38540
Tölur uppfærðar: 4.5.2024 00:00:18
clockhere