11.02.2008 22:24

Sleppitúrinn.

 Þessa síðustu og verstu daga fer maður að skilja hvað liggur á bak við orðtakið að þreyja Þorrann og  Góuna. Ég er ábyggilega ekki einn um það að láta mig dreyma um betri tíð með blóm í haga í svona tíðarfari. Það kom sér því vel að fá dagskipunina í Sleppitúrnum þetta árið, í hendurna á dögunum. Sleppitúrinn var upphaflega til hjá sveitunga mínum  sem hélt hross í bænum og gerði síðan góðan túr um leið og hann kom þeim í sveitina. Á einhverju stigi málsins var mér þvælt með í einn túrinn og hef ég náttúrulega verið ómissandi þar síðan. Þó þessar ferðir séu nú farnar að liggja í allar áttir aðrar en vestur, kallast þær sleppitúrar eftir sem áður og eru alltaf farnar fyrripart júnímánaðar. Þar sem ég þarf að sinna grenjavinnslu geta þarna orðið hagsmunaárekstrar en engin tjón hafa þó orðið af þeim enn sem komið er. Aðalsprautan í þessum ferðum eyddi nokkrum sumrum í það að ríða hringinn í kringum landið í ákveðnum áföngum hvert sumar. Þó hann sé farinn að eldast og minninu að förlast vissi hann alltaf af því að einn áfangi var eftir til að loka hringnum. Nú á sem sagt að nota Sleppitúrinn til að loka hringnum og er varla hægt að hugsa sér fjarlægari notkun á þessu ágæta orði.
 Þessi síðasti spotti er nefninlega frá Svínhóli í Lóni , vestur yfir Skeiðarársand.
 Stefnt er að þessari ferð 5- 11 júní og þegar maður hugsar til hennar og grenjavinnslunnar í framhaldinu er Þorrinn bara aukaatriði sem líður hjá áður en við vitum af. Ojá það liggur svo fyrir að fara og moka snjó allan morgundaginn.
Flettingar í dag: 501
Gestir í dag: 83
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 40
Samtals flettingar: 420501
Samtals gestir: 38321
Tölur uppfærðar: 29.4.2024 15:03:29
clockhere