10.02.2008 21:38

Hundanámskeiðið


 Þetta var magnað námskeið og þegar ég sá Colin á skyrtunni með uppbrettar ermar og með Border Collie bindið að sjálfsögðu, hlaupa um reiðhöllina rifjaðist upp fyrir mér þegar ég hitti hann síðast . Þá vorum við í n.a.éljaþræsingi að temja hunda úti á túni.
 Ég mætti með 4 hunda til álitsgjafar. Einn töluvert taminn og þrjá ótamda. Það fór sem mig grunaði að hann kvað uppúr með að einn þeirra væri ekki þess virði að eyða tíma í hann. Það er alltaf hundfúlt að segja eigendum vonlauss hvolps að það sé ekki á mínu færi að gera eitthvað úr honum. Þó það væri vont núna var það þó betra með annað álit á bak við sig. Ég held því oft fram að 30 % B.C hérlendis séu drasl. Bakvið það liggja engar vísindarlegar rannsóknir enda sett fram til að vekja athygli á að Border Collie og Border Collie geta verið tveir gjörólíkir hundar bæði í útliti og innræti.
 Síðan var ég með tvær tíkur, Snilld frá Dýrfinnustöðum og Þrá frá Daðastöðum. Þrá mætti á námskeiðið í morgun og var skilin eftir hjá mér en ég hafði aldrei séð hana fyrr. Eftir að hafa tekið 15- 20 mín göngutúr um hús og hlöð, með henni í rólegheitum var farið með hana í kindurnar. Þrá er undan Soffíu og Dan á Daðastöðum en Gunnar flutti Dan inn fyrir um rúmu ári síðan. Eftir að hún hafði tekið fyrstu aríuna tók Colin við og ég hef aldrei séð hvolp læra jafnmikið á nokkrum mín. og þarna. Semsagt fínt efni á ferðinni og verður væntanlega mjög auðveld og þjál í tamningu.. Sama má segja um Snilld og gott  ef það eru að koma inn auðtemjanlegir hvolpar sem eru efni í alvöru fjárhunda því nóg er til af ofvirkum taugahrúgum sem eru svo heyrnaskertir þegar mikið liggur við..
 Nú þurfa þessir öskudagsbræður að fara að skila sér svo eitthvað sé hægt að gera í málunum. 
Flettingar í dag: 529
Gestir í dag: 89
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 40
Samtals flettingar: 420529
Samtals gestir: 38327
Tölur uppfærðar: 29.4.2024 16:16:01
clockhere