24.01.2008 21:44

Landnámskýrin


  Vinir mínir trúa mér stundum fyrir því að ég sé nú meiri dj. þverhausinn. Sé þeim mikið í mun, líkja þeir mér við ýmis húsdýr innlend eða erlend máli sínu til stuðnings.
 Einn þeirra minnist gjarnan á gamla Hafnfirðinginn sem fór í bíó á þeim tíma sem bekkir en ekki stólar voru til ásetu við áhorfið. Sá gamli settist öfugt í ógáti og frekar en láta sig, sneri hann baki í myndina allan tímann.
 Ég reikna með að fyrst vinir mínir haldi þessu fram séu þeir ótalmargir sem trúi þessu án þess að hafa orð á þessu við mig.
 Þetta er samt mikill misskilningur og sýnir einfaldlega hversu litlir mannþekkjarar þeir eru. Eftir að hafa búið í nær 30 ár í tiltölulega ólátalitlu hjónabandi er ég nefninlega fyrir löngu búinn að læra það að betra er að gefa eftir án mikilla átaka heldur en að tapa eftir stórstyrjöld. Ég kalla það að vísu að sá vægi sem vitið hefur meira.
 Í vangaveltum mínum hér á síðunni hef ég einstaka sinnum vikið lítillega að blessaðri landnámskúnni og haft einhver orð um kosti hennar og galla. Það verður að segjast eins og er, að þessar vangaveltur hafa ekki fallið í kramið hjá minni heittelskuðu sem er eindregin meirihlutamanneskja. Er nú svo komið að ég hef ákveðið að úthúða ekki þessum ágæta stofni hér á síðunni nema mjög brýna nauðsyn beri til. Þess í stað mun ég upplýsa um alla galla erlendra kúakynja eins og ég hef vit til.
 Trúlega mun ég fara yfir eitthvað í þá veru í næstu vangaveltum hér.
Flettingar í dag: 1734
Gestir í dag: 161
Flettingar í gær: 2914
Gestir í gær: 601
Samtals flettingar: 429713
Samtals gestir: 39676
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 05:29:39
clockhere