23.01.2008 22:47

Góðir og slæmir dagar.


  Gærdagurinn var frekar önugur .Í fyrsta lagi var skítaveður og þó að ég þoli fjölmörg vindstig ennþá og sé ýmsu vanur í þeim efnum get ég ekki með nokkru móti sætt mig við, að það skuli bálhvessa í suðaustanátt. Þá á bara ekki að vera hvasst í Dalsmynni þannig að segja má að nú sé fokið í flest skjól.
 Til að toppa daginn urðu mannleg/tölvuleg mistök til þess að mjólk úr kú  í lyfjameðferð lenti samanvið og þurfti að hella niður 1.000.l. + af annars eðalmjólk.
 En það er nú enginn mjólkurskortur nú um stundir hérlendis.
   Í dag þurftu síðan báðir bændurnir að bregða sér í höfuðstaðinn og þar sem sá eldri átti bara eitt erindi sem tók stuttan tíma en sá yngri þurfti að slugsa allan daginn og gott betur var farið á tveim bílum sem hefði þótt saga til næst bæjar á síðustu öld.
  Það er síðan búið að fylla á aftur(éljagangur í dag)  fyrir snjónum sem tók upp í látunum í gær svo snjósleðafærið er í lagi og geri góðan dag verður öruggleg eitthvað kæruleysi sett í gang. Og nú vil ég fara að fá stilltara tíðarfar svo hægt sé að fara að gera eitthvað í hundamálunum. 
Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 431074
Samtals gestir: 39821
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 02:33:45
clockhere