21.01.2008 23:11

Brauðstritið.


 Jæja þá er brauðstritið byrjað á fullu og enginn sem syngur fyrir mig á kvöldin.
Eftir morgunverkin var farið í kaffi  í hestamiðstöðina og þar var lagst yfir stóðhestahald/notkun komandi sumars. Ég er í vondum málum með Von því það er sama hvað vígalegan hest ég nefni til sögunnar alltaf hnussar í ráðgjafanum (Iðunni).
 Nú er ég að leita að leiguhryssum til að halda undir Sindra og Funa því mér finnst þeir náttúrulega langbestir og flottastir. Ef ég hinsvegar finn einhverjar slíkar mun örugglega heyrast mikið hnuss yfir því að halda svona bikkjum undir þessa verðandi snillinga. Að loknum þessum heilabrotum sem tóku virkilega á,  var haldið til í byggþurrkuninni við völsun og sekkjun til kl.5  . Um kvöldið var síðan lestaður bíll í Dalina og næsta færa dag verður sekkjað fyrir Byggvinafélag Barðstrendinga( Bara rólegir strákar). Síðan liggur fyrir sekkjun og flutningur  í Staðarsveitina . Þar sem Lífland var að hækka fóðurlínuna hjá sér um 6 % er ljóst að þetta fer allt út á gamla verðinu.
 Nú eru hundaeigendur að hringja í mig og herma upp á mig tamningarloforð en það er orðin algjör regla hjá mér, sé ég beðinn að temja hund að ég segi, já ekkert mál hringdu í mig eftir nokkra mánuði. Undantekningarlítið heyrist síðan ekkert meira í viðkomandi. Nú eru greinilega breyttir tímar,þannig að nú er bara sagt að þetta verði skoðað þegar/ef tíðin skáni.
 
Flettingar í dag: 382
Gestir í dag: 103
Flettingar í gær: 288
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 424119
Samtals gestir: 38668
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 16:19:07
clockhere