20.01.2008 20:15

!! Vinnuferð 3 !!

Já Agromec  yfirgáfum við félagarnir um 1/2 5 á miðvikudeginum og svo skemmtilega vildi til að á Pöttinger svæðinu þar sem við enduðum, hittum við 15 Hvanneyringa þar á meðal einn sveitunga minn.
 Það var kvöldverður ásamt nokkrum Dönum áætlaður kl 6. og að loknum honum tók  kórinn síðustu æfinguna í Danaveldi.
 
Við vorum síðan komnir á fullt kl. rúml. 7 því mikið lá fyrir þennan daginn.
  Í Danmörku byggja vélaumboðin upp þjónustunet með ótrúlegum þéttleika á okkar mælikvarða. Þjónustumiðstöðvarnar hjá stærstu umboðunum eru með um 60 - 80 km millibili eða um 30 - 40 km radíus sem þjónustaður er. Í þeim er verslun með allskonar varningi sem tilheyrir landbúnaðinum,öflugt verkstæði og  lager af uppítökuvélum ásamt nýjum tækjum.
 Við heimsóttum 3 slíkar stöðvar mismunandi stórar. Sú stærsta var með 14 starfsmenn á verkstæðinu. Á þeim öllum var um helmingur starfsmannanna á þjónustubíl og vann eingöngu hjá bændunum/verktökunum við viðgerðir og aðra þjónustu tengda vélunum. Já þarna er aðeins þéttbýlla en hér.

   Síðan var komið við í tveimur fjósum. Annað var 250 kúa með tuttugu og tveggja kúa mjaltabás. Sá var þannig að kýrnar sneru þvert á hann við mjöltun (afturendi að gryfjunni). Það sem vakti kannski mesta athygli mína þarna var gólfefnið. Gólfið var allt lagt  hömruðum gúmmímottum,læstum saman á hliðum og skrúfaðar niður í gólfin,flórinn og steyptu bitana . Hitt fjósið var um 120 kúa róbótafjós . Þarna var S.A.C róbót og ég verð að viðurkenna að mér leist miklu gæfulegar á hann núna en um árið. Hann er hannaður uppúr iðnaðarróbót og virkar nettari og einfaldari en kollegar hans og er að sögn SAC manna farinn að svínvirka. Þarna gengu kýrnar á hálmi og þarf gripurinn um 7 kg af hálmi á dag. Það er eins gott að þurfa ekki að treysta á Íslenska haustveðráttu til að ná honum. Geldneyti þarna voru í stórri skemmu  á hálmi og var opið fyrir þá út á nærliggjandi tún. Önnur hlið skemmunnar var opin og steypt stétt utan veggjarins. Á þá stétt var gripunum gefið.
 Og þeir sem hafa nennt að lesa þetta ættu að kíkja í myndaalbúmið og sjá flottar snjósleðamyndir.
Flettingar í dag: 373
Gestir í dag: 94
Flettingar í gær: 288
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 424110
Samtals gestir: 38659
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 15:51:39
clockhere