18.01.2008 20:17

!!Vinnuferð!!

  Það er rétt að byrja á því að taka fram, að þá sjaldan sem ég bregð mér út fyrir landsteinana er allaf um erfiðar vinnuferðir að ræða.Í þetta sinn var lagt af stað úr sveitinni kl. þrjú á mánudagsmorgni og komið til baka um 1/2 tvö aðfaranótt föstudags.
 Svo stíft var prógrammið að klukkustundar seinkun á flugtaki setti allan mánudaginn úr skorðum. En af þessum tæpum fjórum dögum var tveimur heilum eytt á Agromek en hinir notaðir til að heimsækja þrjú bændabýli og 4 fyrirtæki sem þjónusta bændur með ýmsun hætti.(Hljómar þetta ekki trúverðugt.)

  Með í för var Karlakórinn Sukkbræður og er vitnað í þá hér á síðasta bloggi.
Þó erfitt sé að hæla þeim félögum fyrir eitthvað, verðu ekki af þeim tekið að þeir syngja eins og englar.

  Agromek.

  Þetta er í annað sinn sem ég fer á sýninguna og var hún ívið minni umfangs nú. Það kemur til af því að vélaframleiðendur hafa sótt á um sýningin verði haldin í nóvember svo hægt sé að ganga frá sölum fyrir áramótin.Er þetta væntanlega í síðasta sinn sem hún er haldin í jan. og voru færri tækjaframleiðendur á sýningunni en síðast.T.d vantaði þar  helstu dráttarvélamerkin. Þrátt fyrir það máttum við hafa okkur alla við að komast yfir allt svæðið á tveim dögum. Manni finnst nú að þessi sýning gangi út á það að sýna allt það stærsta af tækjakostinum eins og fjögurra hásinga sturtuvagna o.sv.frv.
 Það er samt ótalmargt sem gaman er að skoða og stúdera .T.d. var þarna plastpökkunarvél fyrir gömlu góðu baggana sem ég kynntist nú aldrei persónulega og ég velti fyrir mér hver notaði þetta í dag ?

Nú verð ég að slá botninn í þetta í bili þar sem ég á að vera mættur á fund eftir 5 mín.

  

 
Flettingar í dag: 144
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 863
Gestir í gær: 52
Samtals flettingar: 422177
Samtals gestir: 38482
Tölur uppfærðar: 2.5.2024 09:12:14
clockhere