09.01.2008 11:54

Sjaldan er ein báran stök.


  Eftir gott heilsufarstímabil í fjósinu kom í Góa í mjaltabásinn með jógúrt í einum spenanum.(Bragðtegund óljós) Trúlega hefur hún orðið fyrir hnjaski frá einhverri stallsystir sinni.Lítið sást/fannst að júgrinu að öðru leiti og batahorfur því mjög góðar. Í næsta holli kom önnur með slæmt spenastig en það hefur verið nánast óþekkt í fjósinu sem betur fer.
 Vegna þess að stundum læt ég ógætileg orð falla um íslensku landnámskúna
þá get ég upplýst það, að ef þær væru alla eins og hún Góa myndi ég ekki kvarta eins mikið.

 Hún er orðin 7 ára gömul  og er nú á sínu fimmta mjaltaskeiði. Á því síðasta mjólkaði hún rúma 7000 litra og mun væntalega fara hærra núna ef ekkert kemur uppá. Því miður fer fyrir henni eins og öðrum kúm hér sem eru að skila nyt yfir meðaltalinu að júgrað slitnar niður sem aftur leiðir til mikilla vandræða við mjaltir og gerir kúnni erfitt fyrir með allar gönguferðir hvort heldur er til heilsubóta eða næringar. Það verður samt reynt að halda í hana eitt mjaltaskeið til viðbótar.
 Þetta er kýr sem skoraði hátt í dómi sem kvíga, fyrir júgur spena og mjöltun og myndi trúlega koma til greina sem nautsmóðir ef ekki hefði verið tekin ákvörðun um það að haga skýrsluhaldi þannig að ekki verði sóttir "kynbótagripir" hingað.
 Já það verður  mjög langt langtímaverkefni að koma kúastofninum okkar í ásættanlega ræktun og alltaf mun obbinn af erlendum starfsbræðrum okkar vera langt á undan okkur í ræktuninni. Amen.
Flettingar í dag: 434
Gestir í dag: 142
Flettingar í gær: 288
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 424171
Samtals gestir: 38707
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 21:14:44
clockhere