02.01.2008 20:31

Litið um öxl.


  Við tókum rögg á okkur í dag og skráðum endanlega niður hvernig ærnar skiptust niður á hrútana,Veðrið var gott og rekstrargangurinn er utandyra og gekk þetta hratt fyrir sig.

  Þó maður velti kannski of lítið fyrir sér því sem betur hefði mátt fara er þó helst að það sé gert á áramótum og náttúrulega þegar rekstrarniðurstaða ársins liggur fyrir.
  Síðasta ár var býsna gott í sauðfénu frjósemi,heimtur og fallþungi allt í góðu lagi en hér er féð fóðrað án nokkurs kjarnfóðurs nema gimbrarnar fá um 80 gr af byggi á dag frá fengitíma og framúr.
Hjá kúnum var árið líka þokkalegt .Nytin fer hækkandi og yfirstandandi framleiðsluár lítur mjög vel út(miðað við kúastofninn). Í september kom júgurbólguskot í fjósið en það var tekið föstum tökum og nú er t.d. engin kú í meðferð.Inni í föstum tökum var m.a. að nota alltaf júgurhreinsilög í þvottinn og sótthreinsa spena að loknum mjöltum. Smá aukavinna sem venst ágætlega.Frumutalan helst í  kringum 150 þ. sem er talsvert undir meðaltalinu. Það eru keyrðar inn fjóra heyrúllur í einu á fóðurganginn,tvær vallarfox,há og rýgresi og þær duga í um 3 daga.Þetta eru að vísu alvörurúllur(140 cm .í þvermál).
 Það sem af er vetri hefur síðan ekkert súrdoðatilfelli komið upp sem er frábært.
Það sem helst angrar mann í daglegu umhirðunni eru mismjólka, fastmjólka, júgursíðar,  afurðalitlar og skapillar kýr sem maður verður að búa við
 meðan" meirihlutinn"  telur sér og öðrum trú um að þetta eigi að vera svona.
Reyndar lætur maður það ekki angra sig mikið en minnist á það öðruhvoru til að angra "meirihlutann" sem tekur það alltaf jafnnærri sér.
Flettingar í dag: 71
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 788
Gestir í gær: 126
Samtals flettingar: 419816
Samtals gestir: 38210
Tölur uppfærðar: 28.4.2024 14:13:15
clockhere