26.12.2007 09:45

Ekta jólaveður.


 Þetta er oft notalegasta stund dagsins þegar morgunverkin eru búin og maður er sestur við tölvuna með kaffibollann (þó það sé bannað ) og rennir yfir dagblöðin.
 Hér er með eindæmum jólalegt í sveitinni jafnfallinn 10 -15 cm. snjór ,logn og tunglið er svei mér þá á lofti allan sólarhringinn. Og meira að segja rebbarnir sem eru farnir að ganga í æti hjá mér,  njóta friðhelgi  yfir jólin. Í dag er  stefnt að því að yfirfara vélsleðaflotann (tvo hér og tvo þar) og náttúrulega að fara í jólamessuna kl 2.
 Dóri og Iðunn ætla á Strandirnar ef veðuspá leyfir svo ég fæ að njóta mín í hesthúsinu sem er að verða fullt af tamninga og þjálfunarhrossum.

  Búið er að skifta hrossastóðinu sem gengur úti í þrjá hópa (folöld,tryppi ásamt fylfullum merum og síðan er rest) en hrossin hafa staðið í rúllum í nokkrar vikur.

 

Flettingar í dag: 58
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 863
Gestir í gær: 52
Samtals flettingar: 422091
Samtals gestir: 38475
Tölur uppfærðar: 2.5.2024 02:59:12
clockhere