12.12.2007 21:40

Annasamur dagur í sveitinni.

  Það var byrjað á því í bítið (rétt fyrir 7)  að fjarlægja samstillingarsvampana úr ánum  (50 st.) svo þær yrðu klárar fyrir sæðingu kl 2 á föstudaginn. Að loknum fjósverkum og öðrum gegningum  um hálf 10 var fyrsti kaffibollinn  tekinn með nágrannanum sem grunaði að heitt væri á könnunni. Bolli no. 2 var tekinn meðan rennt var yfir dagblöðin  á netinu og síðan var síma og pappírvesin fram til hádegis. Þá var haldið  niður í byggskemmu þar sem unnið var við að valsa um 12 tonn af byggi og sekkja um helming þess en afhenda þarf farm um helgina. Gróf  birgðakönnun var gerð á sílóunum og giskað á að 80 til 100 tonn væru óseld en talsvert af því er nú að öllum líkindum lofað.
 Rétt náði í gegningar á réttum tíma um hálf 6 og fjós kl. 6 en fjósaverkin taka um einn og hálfan tíma fyrir tvo ef ekkert er verið að gera nema aðalrútínuna eins og núna.
  Eftir mat og smá afslöppun var farið í pottinn og síðan ákveðið að kíkja aðeins á heimasíðuna og slá inn afrekum dagsins .

Flettingar í dag: 148
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 288
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 423885
Samtals gestir: 38577
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 08:12:20
clockhere