Færslur: 2017 Janúar

14.01.2017 14:42

Hundarnir á bænum.

 Hér á slóðinni fyrir neðan er ýmis fróðleikur um hluta af tömdu hundunum sem hafa verið í kringum mig,allt frá 1970 til dagsins í dag.

05.01.2017 21:12

Hundaræktunin og heilbrigðiskröfurnar.


 Utanum hundaræktunina er skrautleg flóra ræktunarfélaga. Deildir bundar við ræktunarkyn, lönd o.s.frv.  Síðan eru til alþjóðleg ræktunarfélög sem bæði eru fyrir einstakar tegundir eða fjölmörg hundakyn.

 Hundurinn ( B C ) sem ég eignaðist í sumar, Anglesey Sweep,  er í fjórum ræktunarfélögum og mér finnst umhugsunarvert hversu misjafnar heilbrigðiskröfur eru gerðar milli félaganna.

1. Sweep er að sjálfsögðu orðinn félagi í SFÍ. (Smalahundafélagi Íslands )
    Þar eru nákvæmlega  engar heilbrigðiskröfur gerðar . Einungis að hann sé skráður í ættarforrit  félagsins. 

2. Hann er skráður í ISDS sem er alþjóðlegt ræktunarfélag B C vinnu/fjárhunda. Þar er gerð krafa um að ræktunardýr standist DNA prófun fyrir augnsjúkdómi og augnskoðun fyrir ákveðnum sjúkdómi.

3. FCI  eru alþjóðleg samtök fyrir fjölda hundakynja.( Þekki ekki til heilbrigðiskrafna)

4. HRFÍ ( hundaræktunarfélag Íslands)  er fyrir að ég held öll hundaræktunafélög á klakanum sem uppfylla kröfur HRFÍ um heilbrigðisskoðanir og hreinræktun. 

 Þar er gerð krafa um að samþykkt ræktunardýr standist myndatöku af mjöðmum, DNA og augnskoðun. Til að dýr haldi ræktunarleyfi þarf síðan að endurnýja augnskoðunarvottorð á tveggja ára fresti.

 Ég hef stundum velt því fyrir mér að fáum sögum fer af þessum hefðbundnu sjúkdómum í íslenska B C stofninum. Þ.e.a.s þeim sem er utan HRFÍ.

Þekki aðeins örfá dæmi um blindu og mjaðmalos af afspurn. 

 Tel mig þó mörgum fróðari um hvað er í gangi í íslensku ræktuninni hvort heldur er hjá skráðum eða óskráðum BC.

  Rétt er þó að taka fram að ég held að það sé orðið fyllilega tímabært að við förum að velta fyrir okkur heilbrigðinu. Nú erum við þónokkur orðin félagar í ISDS og skráðum hundum frá okkur fjölgar þar jafnt og þétt. 
 Líklega munum við halda okkur því meira innan þess félags með ræktunina sem ISDS skráðum dýrum fjölgar.  Eykur heilbrigðisöryggi smá .

 En samt aðeins fyrir ákveðnum augnsjúkdómum.


 
Og þó mér finnist nákvæmnin hjá HRFÍ vera fullmikil er ég þó hæstánægður með að Sweep skuli hafa staðist heilbrigðiskröfurnar hjá þeim.


02.01.2017 20:02

Tamningar og troðnar slóðir.

Fyrir u.þ.b. 2 árum ákvað ég að feta mig eftir nýrri slóð í hundatamningunum. 

Annarsvegar að ala upp hvolpa til tamningar og sölu. 

Hinsvegar að selja hvolpa með 1 mán. tamningu . 

  Niðurstaðan úr þessari tilraun var í stuttu máli sú að svo þetta gengi þyrfti að takast vel til með ræktunina.   

Hvolparnir þyrftu að vera góðir í hausnum en meðfærilegir.  
  
  Siðan staðfestist það sem ég vissi nú reyndar fyrir, að það væri algjört grundvallaratriði að hverri sölu / tamningu fylgdi  rækileg eftirfylgni á tamningunni. 
   Setja kaupandann nákvæmlega inn í hvernig ætti að vinna framhaldið.

  Nú hef ég ákveðið að halda þessu áfram. 

  Annarsvegar  að ala upp og temja til sölu og óþarfi að hafa fleiri orð um það. 

 Hinsvegar að vera með nokkurskonar  pakkalausn í hvolpasölunni emoticon .

1. Afhenda hvolpa til nýrra eigenda 8 - 10 vikna.

2. Leiðbeina með uppeldið og taka þá síðan í mánaðartamningu 8 - 10 mán. Tamningunni yrði fylgt eftir með myndbandi sem sýndi stöðuna og hvað væri verið að gera í lok tamningarinnar. 
   Þegar eig. væri síðan kominn af stað með að vinna í hundinum,kæmi hann á dagsnámskeið eða ígildi þess. Síðan væri boðið uppá reglulegar heimsóknir  eftir því hvað ætti að ganga langt í tamningunni. 

 3. Ársábyrgð . Kaupandinn mætti skila hundinum  og fá kaupverðið endurgreitt til eins árs aldurs.

 Liður 2 á við þá sem eru byrjendur í tamningunum eða vilja stytta sér leiðina að markinu.

  Já nú eru um 2 vikur í næsta got og ef vel gengur gæti komið til þess að ég færi að leita að 2 -3 áhugasömum sem væru til í að reyna að leggja í svona óvissuferðalag emoticon.
  En þeir yrðu að klára málið til enda, ef vel gengi emoticon .
Flettingar í dag: 119
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 294
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 413767
Samtals gestir: 37185
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 05:42:50
clockhere