11.01.2018 20:08

Hundaannállinn 2017.

 
 Ræktunarplönin sem voru  í  gangi fyrir  árið 2017 gengu ágætlega  eftir. 

   16 jan. skaust fyrsta gotið undan Sweep hérlendis, í heiminn. 

  Móðirin var Frekja frá Ráskukoti sem var leigð í verkið.  Hún er undan  Tinna frá Dalsmynni sem ég met mikils, þó eigandinn sé óþarflega hlédrægur þegar að hólinu kemuremoticon .  

  Frekja hafði verið í námi hjá mér og ég stóðst ekki mátið að sjá hvað kæmu  í ljós ef þau Sweep rugluðu saman genunum. 


                             Sweep að urra á afkvæmin.

   Útkoman var 4 tíkur og 3 rakkar. 

   4 hvolpanna voru seldir með mánaðartamningu eða meira.
 
 Eiganda þess fimmta var treyst til að temja tíkina sína enda í hóflegri fjarlægð til þess að ég gæti haft puttana á verkinu. 

   Sá sjötti var keyptur af einni í topp 10 hópi bestu þjálfara landsins og er í kennsluprógrömmum sem eru víðsfjarri sauðkindinni ( ennþá ).


                                 Bokki snillingur.

   Sá sjöundi skaust aðeins í prufuferð til kunningja en kom svo aftur til föðurhúsanna. Það fer svo alveg prýðilega á með okkur.

   Nú er ég búinn að taka viku til 10 daga prufu á þeim 6 sem fara í kindastússið. Þau eiga svo að hafa lokið mánaðarferlinu hjá mér í marslok. 

   Hvolparnir voru seldir með skilarétti til eins árs aldurs en það eru engar líkur á að reyni á það í þetta  sinnemoticon 


 

 Korka gaut svo 10 ág. 4 tíkum og 3 rökkum. 

   Þau munu trúlega öll koma  í tamningu til lengri eða skemmri tíma. Sumir strax og fyrra gotið verður afgreitt, aðrir í sumar.  


                    Skessa 

  Úr gotinu  hélt ég eftir einni tík .  
  
  Svo er það spurningin hversu mörgum systkinum hennar verður skilað af hundfúlum eigendum emoticon.

  Hérna er svo myndbrot af Skessu og Skálm systir hennar rétt að verða 5 mán. Skálm gæti verið klár í tamningu þó hún verði nú geymd eitthvað og Skessa er farin að grilla í ljósið.   Smella hér.


    Í næsta eða þarnæsta bloggi mun ég leggja ( algjörlega hlutlaust emoticon ) mat  á hvernig þessi got koma mér fyrir sjónir. emoticon


Flettingar í dag: 3296
Gestir í dag: 128
Flettingar í gær: 668
Gestir í gær: 92
Samtals flettingar: 651394
Samtals gestir: 58004
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 11:18:07
clockhere