10.09.2017 09:39
Bonnie til sölu.
Alvöru smala og ræktunartík til sölu.

Bonnie frá Dalsmynni er til sölu, f. 14 -05 - 2015.

F. Dreki frá Húsatóftum. M. Korka frá Miðhrauni.
Mjaðmamynduð með niðurstöðunni GOOD.
DNA CEA testuð með niðurstöðunni NORMAL.
Skráð í SFÍ og ISDS .
Bonnie er mikið tamin ( flaut og tal) , ákveðin, yfirveguð og örugg með sig.
Sérlega skemmtilegur karakter, dálítið sjálfstæð en ekki til vandræða.
Hún er ekki slípuð í smalamennskum en er þannig týpa að það kemur hratt með notkun.
Henni fylgir 1 tollur undir Sweep.
Sú pörun ætti að gefa hvolpa með það andlega atgerfi sem svo margir leita að í dag.
Bonnie er tík sem yrði fljótlega ómissandi á góðu fjárbúi auk þess að geta gefið tekjur á við þó nokkrar rollur í höndum góðs ræktanda.
Slóð á nokkur vinnuskot. Smella hér.
Tekin úr sölu ,- í bili a.m.k.
Verðið er kr 750.000 + vsk.
Skrifað af svanur