19.03.2017 11:46
Að spá í hvolpahóp með gömlu aðferðinni .
Lengi vel var ég ekki mikið að spá í einstaklingana í hvolpahópnum.
Var reyndar í upphafi, öruggur með að þetta yrðu allt úrvals smalar eins og foreldrarnir
.

Svo síaðist það nú inn í þverhausinn á mér að það er ekkert gefið í ræktuninni.
Lengi vel urðu svo bara til hjá mér got þegar ég ætlaði að koma mér upp góðri tík, - og svo auðvitað slysagotin
.


Korka fumlaus og ákveðin.
Nú er ég hugsanlega kominn með ágætis ræktunartíkur og önnur sjónarmið uppi.
Og það er spáð í hvolpahópana sem aldrei fyrr.

Sweep urrar aðeins á afkvæmin.
Horfi á einstaklingana og hópinn . Ef ég kem að tamningunni get ég svo velt fyrir mér hvernig sérstaða einhvers skilar sér í vinnunni.
Það að sleppa hvolpinum einum , eða hópnum í þjálar kindur 8 - 10 vikna, finnst mér að geti sagt mér ýmislegt.
Þ.e.a.s. ef hvolpurinn/hvolparnir gefa sig eitthvað að kindunum.
Það er mjög misjafnt hvernig hóparnir eða einstaklingarnir eru.
Þeir eru örsjaldan komnir með vinnuáhuga en haga sér samt með mjög mismunandi hætti .
Sumir forða sér eða sýna alls engan áhuga á kindunum.
Aðrir gelta , eða sækja að þeim, elta eða fara fyrir þegar kindurnar komast á hreyfingu o.sv.frv.
Án þess að ég fari nánar út í það hvað ég reyni lesa úr þessu, get ég þó upplýst að yfirvegun og sýnilegur kjarkur við fénaðinn finnst mér góður.
Að fara fyrir eða hringfara í smáfjarlægð frábært. Að hjóla beint í hópinn heldur mér í góðu skapi lengi á eftir
.

Og ekkert stress
.

Hvolpahópurinn sem er að týnast frá mér þessa dagana finnst mér dálítið sérstakur á ýmsan hátt . En það hefur nú kannski átt við alla hvolpahópa hjá mér ef grannt er gáð. 

Hér er svo linkurinn inn á síðasta hvolpatékk.
Spáin verður náttúrulega birt með niðurstöðunni þegar mánaðartamningunni á hópnum lýkur

Skrifað af svanur