17.03.2017 16:20

Flautuskipanir kenndar.


Það er nokkur stígandi í notkun flautuskipana hérlendis en mætti vera meiri. 

   Er ekki frá því að rétt eins og vel ræktuðum  fjárhundi eru ýmsir góðir taktar í blóð bornir, sé mörgum fjármanninum eðlilegra að þenja raddböndin en flauta skipanir út í loftið. 

  Enda hægara að bæta rækilegar í raddhljóðin þegar leikurinn fer að æsast. emoticon  

  Ég kenni þeim hundum sem ég á eftir að vinna með, flautuskipanir.

   Reyndar eru þeir orðnir nokkrir sem hafa farið frá mér  eftir flautunám en nýtingin á því námi verið allavega eins og gengur.  

  Ég mæli  eindregið með því að menn kenni fjárhundunum sínum allavega  stoppflautið og skipunina að koma með/ ganga að kindum. 

   Þá er nú reyndar lítið mál að bæta hliðarskipunum við emoticon . 

  Þetta geri ég þegar tamningin er vel á veg komin og hundurinn er orðinn nokkuð öruggur á töluðum skipunum. 

  Ef hundurinn er taminn á annað borð er ótrúlega lítil vinna að bæta flautuskipunum við .

   Fyrir mig sem byrja tamningarnar með táknmáli/handahreyfingum meðan fyrstu skipanarnar eru að lærast er þetta mjög auðvelt og fljótgert.  

  Rifja upp táknin sem ég hætti að nota þegar náminu fleygir fram  og kenni síðan flautið með þeim. 

 Ef þau eru ekki fyrir hendi  er flautuskipuninni bætt við þá töluðu um leið og hún er sögð. 

 Táknmálið er einfalt . 

  Hendur upp fyrir axlir þýðir stopp og hendur til hliðar við  hægri og vinstri  skipanir.  

   Hér er sýnt hvernig hvernig gengur í kennslustund no. 2 í flautunni. Þarna eru handahreyfingarnar notaðar til að gulltryggja námshraðann.




Flettingar í dag: 1097
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 806230
Samtals gestir: 65280
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:31:20
clockhere