08.02.2017 21:09

Blue og söluvísindin .


 Það eru vísindi útaf fyrir sig að velja saman Border Collie sem er taminn til sölu og kaupanda sem passar honum. 

   Þó ég sé að verða pínu glúrinn við það, ganga hlutirnir samt ekki alltaf upp.
  Þessvegna er það regla  að láta líða ákveðinn reynslutíma hjá hundi og kaupanda áður en málinu er lokað. 

  Sá tími hefur reyndar farið mest uppí 2 ár. emoticon . 

  Gerði reyndar ekkert í að loka því máli því ég trúði aldrei að það gengi upp,- sem það gerði ekki.
  Þetta var nú reyndar í upphafi söluferilsins og í dag hefði ég aldrei reynt þetta dæmi.emoticon  

  Ég hef þrisvar tekið til baka hund úr sölu tvisvar úr reynslutíma og einu sinni úr frágengnu máli. 

Mér finnst það reyndar ekkert mál, því mér líkar ekki að vita af tömdum hundi frá mér hjá eiganda sem er ósáttur við hann. 

   Síðasta dæmið er síðan í haust en þá komu upp vandamál sem voru að hluta mér að kenna. 
 Eitt af vandamálunum sem fylgja sölum á mismikið  tömdu  er ef ég fer að rembast við að kenna hundinum eitthvað sem nýtist komandi eiganda strax , enda í flestum tilvikum haustamstrið framundan. 

  Og í þessu síðasta dæmi fór ég framúr mér og tíkinni í hefðbundnu tamningarferli með ákveðna vinnu . 

  Þetta hefði getað gengið ef styttra hefði verið á milli mín og kaupanda svo ég hefði getað gripið inní ferilinn .

 Það var ekki í boði. 

 Nú er ég búinn að dúlla í endurhæfingunni og er kominn með söludýr sem ég held að sé tilbúin að takast á við flest það helsta sem  B C þarf að glíma við meðan hann er að slípast með nýjum eiganda. 

  Þar sem  engum dyrum var lokað þegar ég tók hana til baka verður trúlega reynt á ný hvernig til tekst.  




   Blue er ársgömul síðan í maí , kom seint til en hefur jafnt og þétt aukist í áliti. 
 Fyrir mér er hún draumadýr til sölu, sérlega róleg og þó áhuginn sé alveg bullandi fer hún einstaklega vel með hann. 
 
  Þrátt fyrir forsöguna myndi hún henta flestum þeirra sem ég veit um og eru að spá í tamið.  
  Margir eru eflaust forvitnir um verðið á henni en það er ekki gefið upp, - ja nema til skatts náttúrulega emoticon.. 

  Ég get þó sagt að hún fer ekki í dýrasta flokkinn sem er 400 + . 

  Hún er í verðfl. 2 sem er á bilinu 3 - 400 .000 kr + vsk. 

   Ef hún væri hinsvegar með ákveðnina hennar Bonnie systur sinnar, færi hún  vel uppí fl. 1. 
 Ákveðnin/ kjarkurinn er nefnilega mjög dýrmætur eiginleiki þegar vinnustandardinn er eins og hjá þeim systrum.

Reyndar alltaf emoticon
   Að vísu  met ég Blue þannig, ef vel tekst til hjá henni og nýjum eiganda, að kjarkurinn eigi eftir að bæta sig verulega. 
 Til þess að sannreyna það sjálfur þyrfti ég trúlega að hafa hana í svona ár í viðbót. 
 Kannski verður það raunin  ef brasið tekur sig upp aftur.emoticon 

Hér eru svo  skjáskot sem lýsa  Blue nokkuð vel í dag.  Smella hér.
Flettingar í dag: 3296
Gestir í dag: 128
Flettingar í gær: 668
Gestir í gær: 92
Samtals flettingar: 651394
Samtals gestir: 58004
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 11:18:07
clockhere