06.02.2017 21:16
Fjárhundaframleiðslan.
Ég hef skipt BC vinnuhundaræktuninni gróflega í tvo flokka þegar spáð er í stofninn.

Þann hluta sem er skráður í ættbók SFÍ og hina sem eru utan skráningar.
Engir fordómar sko, en svona skoða ég þetta.
Held mig svo við ættbókarfært í mínum ræktunarlínum.
Gefur mér aðeins meiri öryggistilfinningu að geta skoðað bakgrunninn.
Nú er þriðji flokkurinn að bætast við, ISDS skráða ræktunin sem gefur aðeins meira öryggi gagnvart augnsjúkdómum.
HRFí er svo til líka en vegur enn lítið hjá okkur sveitaliðinu
.

Og eins og allar vita er breiddin í þessari ræktun nánast óendanleg og það á við um alla flokkana.
Sama á við um hvolpaverðið sem speglar vel þessa miklu breidd í gæðum og markmiðum ræktenda.
Verðin spanna bilið frá 0 kr. uppí um 200.000 .
Sífellt fjölgar þó þeim ræktendum sem hafa metnað til að afhenda hvolpana skráða , örmerkta, ormahreinsaða og með fyrstu Pavró sprautuna.
Þar eru algengustu verðin um 75 - 100.000 + .
Þetta eru ákaflega lág verð fyrir velættaða hvolpa ( í alvöru
) sem sýnir að mikið framboð og lágu verðin eru að hafa áhrif .
Og því miður trúlega óheppileg áhrif á metnaðarfulla ræktun.
Ekkert sem bendir til þess að stórar breytingar séu í augsýn einfaldlega vegna þess að kaupendahópurinn er kannski af svipaðri breidd og framleiðslan, skráð og óskráð
.

Já . ég var nú hættur að taka þátt í þessu en suma hluti ræður maður illa við .

Þessir eru að komast á skemmtilega aldurinn.
Fyrsta gotið á nýrri vegferð blæs út þessa dagana. Þetta got sem verður afhent handvöldum kaupendum eftir 6 - 10 vikur . kemur svo til mín í frumtamningu síðla hausts og næsta vetur.
Þ.e.a.s þau þeirra sem lenda ekki hjá fólki sem er fært um að temja sjálft.
Eitt - tvö þeirra verða að vísu ekki afhent fyrr en fulltamin.
Semsagt öllu ráðstafað og kominn af stað biðlisti fyrir næsta got sem gæti orðið í júní.
Það verður enn meira spennandi en þetta, afhent með sömu skilmálum, mánaðartamningu, leiðbeiningum og dagsnámskeiði ásamt skilarétti til ársaldurs.
Spennandi að vita hvernig þetta gengur upp
.

Skrifað af svanur