09.12.2016 20:35
Fjárhundar og verðráðgjöf.
Stundum , - ekki oft

Kannski verið að spá í sölu, nú eða kaup á hundi á mismunandi tamninga og gæðastigi.
Flestar eru þó fyrirspurninrnar þegar slys verður og viðkomandi eigandi er kominn í viðræður við tryggingarfélag um bætur.
Óþarft er að taka fram að ég verð mjög var um mig við slíkar spurningar.
Sérstaklega ef um kaup eða sölu á lifandi dýri er að ræða
.

Stórhættulegt að lenda þar á milli steins og sleggju ef svo má að orði komast

Ef um tryggingarbætur er að ræða er þetta kannski einfaldara.
Sum tryggingarfélaganna samþykkja að verðmæti hunds séu kostnaður með kaupverði hvolps,tamningu og annars sem færð eru rök fyrir.
Fullyrðingar um að hundurinn hafi verið ómetanlegur vegna afburða hæfleika og sv. frv.. ganga verr.. Áætlað markaðsverð er þá vinsælt markmið hjá félögunum og geta orðið nokkur skoðunarskipti um það.
.

Þá er gott ef t.d er til myndband af hundinum í vinnu, reikningar fyrir tamningavinnu, - og kannski fengin umsögn tamningamanns þ.,e.a.s. ef hún er jákvæð
..

Þrautaráðið getur samt verið að setja upp kostnaðinn frá upphafi.
Kaupin, uppeldið ,eigin tamningarvinna og árlegan kostnað vegna fóðurs og annars. Mjög auðvelt að reikna sig upp þau í hundruði þúsunda sem dýrið kostar í raun og eigandinn þarf að kosta til við að koma sér upp nýjum hundi.
Hvað sem öðru líður hefur orðið veruleg viðhorfsbreyting hjá a.m.k. sumum félaganna og ásættanleg niðurstaða auðfengnari en áður, ef boginn er ekki spenntur til hins ýtrasta
.

Þetta blogg átti nú að vera um það hvernig ég verðmet hundana sem ég sel á mismunandi tamningastigum.
Er greinilega kominn út í móa með það.
Tek það bara í næsta bloggi
.

Skrifað af svanur