16.10.2016 20:18
Slæmir árgangar , - og góðir !
Rétt eins og vínyrkjubændur í sunnanverði Evrópu búa við slæm ár og góð, eru árin misjöfn hjá okkur rolluköllunum hér á klakanum.
Ég gjörþekki muninn á góðum og slæmum hrúta og gimbraárum, þurfa reyndar ekki að fara saman, - áramun á fallþunga, - frjóseminni og nefndu það bara.
Þó ég þekki svo vel uppskriftina að góðum fallþunga , frjósemi og flestu öðru sem færa á hlutina til betri vegar dugar það skammt.
Því eins og fjallaskáldið sagði. " Ég er bóndi og allt mitt á / undir sól og regni.".
Þó margt hafi breyst síðan, eru enn heilmikil sannindi fólgin í þessu.
En það er gott ár hjá okkur Dalsmynnisbændum í ár.

Fallþunginn í lagi , Úr toppeintökum að velja til ásetnings eða bæði hrúta og gimbraár og nefndu það bara.
Jaaa, nema afurðaverðið mætti kannski vera miklu betra.

Margra ára markmið í lífgimbravali, að allur ásetningur næði yfir 18 í lærastigun og yfir 30 í mældum bakvöðva náðist loksins. ( Með 1 undantekningu
).


Smá sýnishorn af gimbraflotanum.
En það segir nú kannski meira um slæmt hrútaár hjá öðrum en ræktunina hér, að Dalsmynnisbúið átti besta kollótta lambhrútinn á héraðssýningunni í Snæf og Hnapp.

Hér erum við algjörlega blaut á bakvið eyrun í ræktun á kollóttu enda móðir hrútsins tveggja vetra, keypt af húsfreyjunni á Bassastöðum á ströndum vestur og faðirinn úr stórræktuninni í Haukatungu.
Þegar svo annar besti hyrndi hrútur héraðsýningarinnar var líka eign búsins fór ég nú að hafa dálitlar áhyggjur af hrútaárferði sýslunganna.
Alvöru keppni í þeim flokki hjá Snæfellingum
.


Rúsínan í pylsuendanum voru svo niðurstöðutölurnar úr sláturhúsinu á Hvammstanga.
Meðalvigt 19.99. Gerð 10.96 og fitan 8.26 sem er akkúrat passleg
að mínu mati.

Og til að halda góða skapinu ætla ég ekkert að velta mér uppúr lambalátinu í vetur. Þar voru auðvitað öll met slegin líka.
Nema hvað .

Skrifað af svanur