02.01.2016 14:49
Já,- nú fer eitthvað að gerast.
Nú eru hvolparnir undan Korku og Dreka orðnir 7 mán.


Þessir 5 sem ég á eftir munu verða stórir og náttúrulega kafloðnir.
Ég vara fólk alltaf við því að ala upp fleiri en 1 hvolp vegna ýmissa vandamála sem geta fylgt því
.

Nú er ég með fimmfaldan skammt af þessum vandamálum sem eru misskemmtileg í viðkynningu.
Það gefur auga leið að uppeldið á svona hóp er í grundvallaratriðum allt annað heldur en að vera með einn hvolp.
Hvolparnir verða mikið minna með í daglegu amstri og hópurinn verður miklu sjálfstæðari fyrir vikið.
Reikna svo með þurfi sérvinnu í að fá sum þeirra útúr því að smala systkinum sínum og snúa sér að kindunum.
Hægt að skrifa heila ritgerð um það.
Nú vil ég fara að vinna með þeim í kindum en einungis tvö í hópnum eru tilbúin í það.

Annar hundurinn, Sesar er klár í þetta og er búinn að fá fyrstu tímana.
Það liggur strax fyrir að eitt markmið ræktunarinnar að fá fram glerhörku/ákveðni, verður í lagi hjá honum
.

Svo verður að koma í ljós hvort öll hin markmiðin skili sér
.

Það er svo hún Bonnie ein af þrem tíkum sem er líka komin í gírinn.
Hún er dálítið sérstök í hópnum, Sjálfstæð og upp á engan komin.
Dálítið frökk og skemmtileg.
Í augnablikinu veðja ég á hana í ræktunina en það er drjúglöng leið framundan næstu 8 mán. eða svo, og margt getur gerst.
Ég finn það vel í fyrstu tímunum hvað skortir á í uppeldinu.
Það á eftir að tefja mig en svona er að hafa ekki tíma til að vinna vinnuna sína þegar á að vinna hana
.

Já þetta lítur nú ekki svo illa út hjá mér , - ennþá
.

Skrifað af svanur