02.11.2015 09:05
Tamdir hundar og hundvant fé.
Nú þegar styttist í að fé verði tekið á hús og sauðfjárhringekjan rúlli af stað á nýjan leik er hollt að hugsa um hringekjuna síðasta rolluárið.
Ég á væntanlega eftir a.m.k. tvo fjallaskreppi til að ná fé sem vitað er um og reyna að útiloka að eitthvað sé enn á róli hér í fjöllunum.
Nú eru síðustu forvöð fyrir þá sem ætla að koma sér upp hundi fyrir næsta haust að fara á stjá og verða sér úti um nokkurra mánaða hvolp sem hægt yrði að vinna í seinnipart vetrar og næsta sumar.
Þeir sem þurfa að endurnýja gamla snillinginn ættu heldur ekki að draga það of lengi því þeir eru í vondu máli ef hann myndi nú fara að eldast hratt á lokametrunum og of seint að hringja í mig næsta sumar og spyrja hvort ég viti nokkursstaðar af grunntömdum hundi sem væri betri en ekkert í haustvinnunni.

Framboðið af slíkum hundum er nánast ekkert.
Reyndar er þeirri skoðun minni, að þeir sem þekkja góða hunda og treysta á þá megi ekki eiga færri en tvo tamda, aldrei haldið of oft fram
.

Hér eru svo nokkur myndskot af tömdum hundum í heimasmali og innrekstri, með hundvant fé. Smella hér
Skrifað af svanur