22.05.2015 04:41

Tiltalið og ræktunin.

 Stundum ( mjög sjaldan ) fæ ég tiltal fyrir að vera að tala niður BC ræktunina á skerinu.

 Nema hjá mér náttúrulega emoticon

En þetta er auðvitað alrangt. emoticon

Reyndar impra ég einstaka sinnum á því að töluvert hlutfall BC hérlendis séu kannski ekki að slá í gegn sem fjárhundar. 

Nefni kannski svona  30 - 40 % en tek undantekningarlítið fram að þetta sé nú tilfinning undirritaðs án nokkurrar vísindalegrar rannsóknar. 

Og þetta hefur hvorki verið sannað né afsannað ( mér vitanlega ) emoticon .

Tek gjarnan fram líka að ræktendahópurinn sé nú breiður og notendahópurinn líka.

 Hundur sem er þannig byggður að hann hefur kannski ekki við sæmilegri fjallafálu og er róleg geðprýðisskepna í samræmi við það, hentar efalaust þeim sem er ekki að leggja vinnu í hundatamningu og treystir á fjórhjólið eða nágrannana við það brýnasta í stússinu. 

Ræktun er svo að öðru leyti alltaf söm við sig og niðurstaðan stundum alveg út í Hróa miðað við væntinguna sem vönduð pörun skapaði . 

Stundum bendi ég á hrossaræktina til samanburðar. 

Engin trygging þar fyrir gæðunum þó leiddir séu saman einhverjir fyrstu verðlauna foreldrar. 

Svo verði aldrei litið framhjá því grundvallaratriði að ræktendurnir og ekki síður viðskiptavinir þeirra hafa mjög skiptar skoðanir á því hvað sé góður vinnuhundur.

 Ekki svo sjaldgæft að rekast á slíka, hæstánægða með hundinn sinn, sem ég tæki ekki ótilneyddur með mér í smölun vegna skorts á hæfileikum eða tamningu. 

Á dögunum hringdi einn í mig og kenndi mér um það að hann sæti uppi með rúmlega ársgamlan hvolp sem myndi trúlega aldrei virka sem fjárhundur. 

Hann sagðist hafa  lesið það á bloggi hjá mér að til að tryggja öryggið við hvolpakaup ætti að gæta þess að foreldrarnir væru " góðir vinnuhundar " emoticon .

 Ræktendurnir hefðu aðspurðir fullyrt það að foreldranir stæðu sig bæði vel í harkinu.

  Jaaá sagði ég og hvað er þá að hvolpinum ? 

 Nú, hann er áhugalítill , kjarklaus og vinnur þröngt það sem hann gerir emoticon . 

 Nú , spurðirðu ræktendurna um ákveðnina hjá foreldrunum, vinnu lagið og áhugann  spurði ég, sem ætlaði ekki að sitja uppi sem sökudólgur í málinu. 

 Nú sló þögn á viðmælandann sem pakkaði í vörn. emoticon

 Það var ekkert minnst á svona spurningar í blogginu, svaraði hann svo dræmt.

 Ég var ekkert að segja honum það að ég þekkti til málanna og svarið sem hann hefði fengið væri það að foreldrarnir væru nú  ekki mikið tamdir en "virkuðu ágætlega " emoticon .

 Þetta var reyndar ágætt dæmi um kaupanda sem þekkti og gerði kröfu um góða hunda  og seljendur sem sættu sig við " öðruvísi " vinnudýr. 

Já , ræktunin er alltaf lotterí og þegar ræktunamarkmiðin eru kannski óljós og kaupandinn er síðan ekki alveg viss um hvað hann er að leita eftir, ja þá emoticon .

Flettingar í dag: 1504
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 806637
Samtals gestir: 65282
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:52:20
clockhere