02.05.2015 08:08
Vorið góða " grænt og hlýtt."
Vorið góða grænt og hlýtt kemur nú ekki í neinum fluggír þetta árið.





Þessi frosta og illviðrakafli setur strik í reikninginn með gróðurfarið en hér á Nesinu góða er það þó allavega stór plús að fá frosna en auða jörð til að koma mykjunni á túnin.

Hefði að vísu þurft að vera svona 10 dögum fyrr en ekkert er fullkomið í henni veröld.
Að sama skapi er akuryrkjan í uppnámi, komið fram í maí og ekkert hægt að gera í flögunum vegna klaka serm er að myndast akkúrat þessa dagana.
Nú er bara að vona að hlýni um leið og mykjan er komin út. Sauðburðurinn er að komast á skrið , búið að græja tamningaraðstöðuna í sauðburðaraðstöðu.

Tamningartrippiin eru að tínast heim til sín. Þau fá tímabært frí sem verður mislangt hjá þeim.

Áburðurinn sem er nú einn af þessum árvissu vorboðum , samt í dýrari kantinum mætti fyrst í gær. einhverntímann hefði maður verið stressaður með þennan seinagang á afgreiðslunni en einhverra hluta vegna var ekkert stress í gangi í þetta sinn.


styttist vonandi í svona mynda´tökur.
Næsta vika verður svo vonandi lögð undir akuryrkjuna ef guð lofar og ekki rignir .

Og nú er búið að geirnegla fyrstu hestaferð sumarsins, - Miðfjörður - Söðulsholt um miðjan júní.
Já, já þetta er bara allt að koma held ég .

Skrifað af svanur