13.02.2015 20:07

Uppeldið og erfiðu ákvarðanirnar.

   Ég hef alveg haldið mig við tíkur í uppeldinu.

Allar götur frá því að Vaskur ílentist hjá mér .


  Hann fæddist árið 2000 og dagaði uppi hjá mér vegna grimmdar og almenns ribbaldaháttar. 

Algjör Garrý. 

 Hef annars ekkert á móti hundum, þó það hentaði mér ekki að flækja málin í sífelldri og endalausri leit minni að góðum ræktunartíkum. 

 Nú bregður hins vegar svo við að hér eru 3 hundar í uppeldi, rétt að verða 3 mán. 

 Það er alltaf jafn fróðlegt og  umhugsunarvert að spá í muninn á alsystkinum.

  Máni skar sig fljótlega úr með það að vilja komast útúr búrinu og síðar stíunni sem þeir áttu að vera í. Sama hvað ég gerði alltaf komst hann út. Endaði á að klifra upp og yfir 1 m. háa grind. ( 5 cm. ferkantaðir möskvar). 



 Þegar  önnur grind var lögð ofaná, lýsti hann sig sigraðan. 

Hann er manninum mjög fylgispakur en grípur til geltsins ef eitthvað ógnar honum. 

 Lilli er svona eðlilegur hvolpur . Ekkert sótt í að kanna heiminn af einhverri óbilgirni. 



Allra fyrst taldi ég líklegt að hann yrði frekar til baka og lítill í sér og af því er nafnið dregið. 
Þetta reyndist síðan vera alrangt mat hjá mér. 

 Dropi fylgdi hinsvegar bróður sínum trúlega í útrásartilraununum þó hann beygði sig hinsvegar mun fyrr fyrir hinu óumflýjanlega. Dropi er hinsvegar verulega " til baka " í allri umgengni. 



Eini hvolpurinn sem er ýkt útgáfa af meðfæddri " feimni " móðurinnar.

 Uppeldið á henni endaði þó framar öllum vonum og " feimnin " í samskiptunum við manninn slógu ekkert á frábæra smalahæfileikana. 

Ég lifi í voninni um að eins verði með Dropa og  mun nýta  reynsluna af móðuruppeldinu til að koma honum auðveldlega gegnum uppeldið. 

 Það verða síðan smalahæfileikarnir sem ráða því hversu mikið þeir verða tamdir og hvað áhugasamir fjárhundaleitendur þurfa að lækka mikið undir koddanum þegar rétta heimilið finnst fyrir þá.



 Það kostaði mig margra vikna vangaveltur og heilabrot að ákveða hvort móðirin Ronja frá Dalsmynni ætti að fara eða vera.  Ákvörðunin varð auðveldari fyrir það að hennar beið gott heimili, þar sem hún átti að baki nokkurra vikna reynslutíma í hauststörfunum. 

 Þannig að nú skilja leiðir í bili.

 En svona gengur þetta hjá þeim sem ekki láta duga að koma sér upp góðum hundi á svona 9 ára fresti emoticon .
Flettingar í dag: 3296
Gestir í dag: 128
Flettingar í gær: 668
Gestir í gær: 92
Samtals flettingar: 651394
Samtals gestir: 58004
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 11:18:07
clockhere