01.02.2015 20:24
Tóm sæla og hamingja.
Dagarnir lengjast og lengjast og það hefur alltaf jafn góð áhrif á mig.





Leiðindar veður og vetrarfar duga ekki til að eyða áhrifunum af því.

Inniaðstaðan er fín fyrstu vikuna en svo vil ég komast út, allavega öðruhvoru.
Hundatamningarnar eru ekki á áætlun vegna tíðarfars en ég legg til að þeir sem eiga bókað hjá mér haldi ró sinni, því um leið og sést framá að hægt verði að komast í útivinnuna fer allt á fullt.

Planið sem er að komast á lokastig, er að bæta við 6 svona búrum.

Þeir sem eiga styttra í mig munu komast að með innivinnuna fljótlega og svo styttist í stórbætta aðstöðu í búramálum nemendanna.
Það virkar mjög afkastahvetjandi þegar því máli lýkur.


Gemlingarnir úða í sig byggskammti dagsins
Gegningar og skepnuhöld eru í góða gírnum og tamningatryppin mín fjögur ekki alslæm samkvæmt tamningarfólkinu. Og ekki lýgur það
.
Já það er segin saga að þegar kemur fram í feb. líður restin af vetrinum á örskotshraða.

Það fer nú ekkert á milli mála að þessar eru allar með tveimur. Hvorki meira né minna.

Nú styttist í að fósturvísateljarinn á Skörðum komi og athugi hvernig til hefur tekist við að koma lömbum í hjörðina. Þar sem nóg er til af fénaði í tamningarnar eru ekki krosslagðir puttar í þetta sinn, með óskir um hæfilega ,margar lamblausar.
Ekkert nema sæla og hamingja framundan
.

Skrifað af svanur