27.01.2015 09:48
Taminn fjölhæfur BC í vinnu.
Set hér inn smá ( endursýnt ;) ) myndskeið í framhaldi af síðasta bloggi. Þarna er Korka frá Miðhrauni þriggja ára send eftir kindum í um 1 km. fjarlægð.
Ef þarna hefðu verið óþreyttar kindur hefði Korka bara verið send út og hún hefði komið með kindurnar án skipana. Hér var verið að gæta þess að setja þær gætilega af stað og koma rólega með þær, til að komast hjá hugsanlegum vandræðum.


Korka er undan Tinna frá Staðarhúsum og Tátu frá Brautartungu.
Þessar kindur voru með fleirum við erfiðar aðstæður og sluppu meðan verið var að ná hinum niður, en þær sjást síðast á myndskeiðinu.
Lýsingin á góða keppnis/smalahundinum í síðasta bloggi á ágætlega við Korku.
Skrifað af svanur