24.01.2015 11:43

Að kaupa hvolpinn í sekknum.

 Konan í símanum kynnti sig ekki og sagði engin deili á sér.

 Stundum finnst mér það ágætt, annars næ ég því fram í samtalinu. 

   Hún sagðist hafa áhuga á að eignast BC smalahund og langaði að leita ráða hjá mér. 

 Ekkert mál.  emoticon

  Þá sagðist hún vera  að leita að góðum fjárhundi sem mætti ekki vera of erfiður ??  
 Hvort það væri þá ekki gott að taka kannski blending ? 

  Ég sagði sem satt var að ég gæti ekki með nokkru móti gert mér grein fyrir hvað hentaði henni eða hvað hún ætlaði að nota hundinn í. Blendingar biðu hinsvegar uppá enn meiri óvissu en þeir hreinræktuðu, þar sem óvissan væri þó næg fyrir. 

  Konan lét mig ekki slá sig út laginu og spurði hvort ég væri ekki alltaf að kaupa hvolpa ?

 Eftir hverju ég færi ? 

 Nú þurfti ég að hugsa mig aðeins um hvað mætti segja og hvað ekki.
  Sagðist svo leita að mjög ákveðnum gerðum af vinnuhundum sem hentuðu mér og þeim sem ég leitaði hunda fyrir.

  Þeir myndu eflaust ekki henta  öllum. 

  Ég sagði svo að reynslan hefði síðan kennt mér að útiloka strax hvolpa með blendinga eða útlitsræktaða hunda á bak við sig.

   Þá vildi konan vita hvort slíkir hvolpar væru alveg vonlausir. Það væri yfirleitt hægt að fá þá á lágu verði eða gefins.

  Nei, það væri alveg hægt að detta niður á eitthvað ágætlega nothæft ef heppnin væri með. 
 Ég hinsvegar hefði hvorki tíma, aðstöðu eða peninga í að kaupa og ala upp hvolpa til að svæfa þá eða gefa, 1 - 2 ára gamla vegna þess að þeir hentuðu ekki .

  Lágt kaupverð í upphafi skipti litlu í slíku dæmi. ekki síst þar sem hvolpaverð væri yfirhöfuð mjög lágt hérlendis. 

 Konan vildi þá fá að vita um fleiri punkta í hvolpavalinu hjá mér. 

 Nú var ég farinn að velta fyrir mér undankomuleiðum úr samtalinu.emoticon

  Sagðist þó fyrst og fremst vera að leita að ræktunardýrum í dag. 

 Þá skoðaði ég aðallega ættir sem ég þekkti mjög vel til af eigin reynslu. 

Ekkert sem segði að það væru réttu línurnar. emoticon

  Að öðru leyti væri það síðan stálpaðir hvolpar sem hægt væri að skoða og meta í kindum. 
Það ætti fyrst og fremst við í leit að hundum fyrir aðra. 

 Þegar konan vildi nú fá að vita hvaða ættarlínur ég væri að sækja í, ákvað ég að þetta væri orðið gott. 

 Laug því að það væru að koma gestir í hlaðið hjá mér, en hún mætti tala við mig seinna, og kvaddi.

 Andsk. hreint ákveðin þessi kona og ágætt að hún var ekki í hlaðinu hjá mér emoticon
Flettingar í dag: 4012
Gestir í dag: 220
Flettingar í gær: 668
Gestir í gær: 92
Samtals flettingar: 652110
Samtals gestir: 58096
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 22:05:07
clockhere