18.11.2014 22:51

Sýnishorn af eftirleit.


 Það fylgir þeim kindum sem verið er að tína til byggða á þessum árstíma að þær eru oftast vel hreyfanlegar til að byrja með, enda  vanar því að sleppa úr smölun.

 Þetta stutta og ófullkomna myndbrot sýnir eðlileg viðbrögð þeirra við áreitinu.

Rétt er að taka fram að í brotakenndum endi eru hundarnir komnir framfyrir fremstu kindina þó þeir sjáist ekki. Annar með því að fara fyrir neðan hópinn . Hinn fyrir ofan.

 Og þar með var allt loft úr þeim.

   Sjá  Hér

Þessar myndir voru teknar síðar í leitinni.


         Rauðgilið t.v. Þyrlarnir fyrir miðri mynd og brekkurnar uppaf þeim.

 Hér er búið að ná öðrum hóp og verið að sameina þá fyrir heimrekstur, ekki alltaf sem það tekst.



 Allt að smella saman, bara eftir að snúa hausunum á þeim í rétta átt en hér stefna þær innúr aftur..



 Allt orðið klárt fyrir heimferðina . Nú er það bara spurningin hvort einhverjar gefist upp á leiðinni.



 Síðasta ferðin yfir Núpána, Dalsmynnisfellið í baksýn.

9 kindur frá 4 bæjum sem er útaf fyrir sig umhugsunarvert.



  Það eru systkinin þau Smali og Korka sem sjá alfarið um þetta. Ég dingla svona með til uppfyllingar.



 Það var  svo ekki slæmt að fá svo senda kippu af úrvals bjór frá einni húsfreyjunni, fyrir að ná tvílembunni hennar. emoticon

Flettingar í dag: 1504
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 806637
Samtals gestir: 65282
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:52:20
clockhere