16.11.2013 08:34

Smalahundafélag Íslands og hann Snati.

 Þegar ég ákvað að koma lagi á fjárhundadæmið  og koma mér upp góðum tömdum hundi , kom ekki annað til greina en sá/sú yrði að hafa marktæka ættbók í farteskinu.
 
 Það var nú reyndar í framhaldinu sem ég uppgötvaði að örugg ættbók er kannski ekki örugg ávísun á góðan fjárhund.

En Það er nú önnur saga.

 Það hefur gengið á ýmsu hjá Smalahundafélagi Íslands í gegnum tíðina, að halda úti góðu og aðgengilegu ættarforriti fyrir félagana.

 Þar kom Þó að kröftugir stjórnarmenn spýttu í lófana, lögðust á árarnar og nú eru Þeir komnir í höfn með ættarforrit sem mun gera Það sem til er ætlast.

Ættarforritð SNATI .

 Þeir náðu samningum við bændasamtökin um samstarf við að Þróa og síðan reka forritið með líkum hætti og hjá öðrum búgreinum.

 Ég var einn Þeirra sem hafði gefist upp á skráningu gotanna í gamla kerfinu og átti Því nokkur óskráð got í handraðanum.


 Nú er stefnan sett á að rækta útaf Tinna frá Staðarhúsum. Brasið við að koma honum inní ættbók varð til af Því að í ættartölunni sem ég fékk með honum hafði afinn verið skírður upp af Þeim sem eignaðist hann. Það var mikill léttir að sá reyndist skráður í ættbók undir öðru nafni sem ræktandinn gaf honum. Til að toppa Það reyndist Skessa gamla mín frá Hæl vera amma hans með goti undan Garry.

 Eftir að hafa setið sveittur síðustu dagana eða vikurnar við að grafa upp ættir á einum sem lenti í ræktun hjá mér og koma gotunum síðan inn með tilheyrandi byrjunarörðugleikum er ég hæstánægður með sjálfan mig og tiltölulega sáttur við forritið .

 Þar er Þó eins og alltaf,  ýmislegt sem má einfalda og bæta.

 Bændasamtökin halda utanum forritið og Þar er mikil eðalkona Hallveig Fróðadóttir sem leysir hvers manns vanda. Hilmar Sturluson í Móskógum leiddi mig hinsvegar í gegnum Þetta, en Það er opinbert skotleyfi á hann í málinu, enda var ég kominn með fastan tíma hjá honum á kvöldin.  

 Það eru einungis skráðir félagar í SFÍ sem geta grúskað í forritinu en aðrir geta skoðað hundaskrána með eigendum.

  Fyrir grúskarana er aðgengilegt að leita upp einstaka hunda með Því að slá inn nafni. Síðan er hægt að slá upp öllum hundum frá tilteknum bæjum eða ræktanda. 

 Ættartré hunds í nokkra ættliði og afkvæmahóp er svo hægt að kalla fram.

 Það er ljóst að verulegur hluti BC fjárhunda á landinu er utan skráningar sem er afleitt.

Mjög oft eru Þó til ættartölur sem í sumum tilvikum ná Þó nokkuð aftur.

Gætu dugað til að koma viðkomandi í ættbók.

Og menn Þurfa ekki að vera félagar til að skrá hundinn/tíkina inn.

Verið er að skoða leiðir til að taka inn góða hunda/tíkur með götótta ættarskrá. Þeir yrðu Þá að standast ákveðið gæðamat, sýna hæfileika til kindavinnu sem dygðu Þeim til skráningar.

 Enn hefur tekist að reka forritið á félagsgjöldum skráðra félaga án skráningargjalda.

Ef upplýsingar mínar eru réttar kostar hinsvegar skráning BC ræktenda í ISDS  um 130.000 isk. 

 Við, villimennirnir hér á skerinu myndum trúlega hiksta nokkrum sinnum á Því.

Já, nú er bara að nota skammdegið til að róta smaladýrunum sínum inn á ættbókina.

Flettingar í dag: 1504
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 1220
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 806637
Samtals gestir: 65282
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 09:52:20
clockhere