20.10.2013 21:20
Super símaraddir og villimennska.
Konan í símanum var akkúrat með Þessa símarödd sem getur fengið mig til að samÞykkja næstum allan andskotann, ef henni er rétt beitt.
Sem betur fer, var var hún hvorki að velta fyrir sér tamningu, hvolpakaupum eða að losna við hund sem væri orðinn ofnæmisvaldur.
Hún var hinsvegar í vandræðum með tíkina sína sem henni fannst ekki fóðrast nógu vel.
Hún væri að gefa henni nokkurnveginn eftir leiðbeiningum miðað við Þyngd.
Hvernig ég færi að Þessu.
Þegar svona rödd er í hinum enda símans er ég ekki með neina útúrsnúninga eða fíflalæti, er hinn orðprúðasti og hvika hvergi af örmjóum vegi sannleikans.
Og sagði sem satt var, að ég hefði aldrei á æfinni vigtað fóður ofan í hund.
Þetta Þótti konunni firn mikil og vildi vita hvernig ég færi Þá að Því að fóðra hundana rétt.
Jú , ef mér fyndist Þeir Þola meira fóður bætti ég við Þá, en minnkaði skammtinn ef stefndi í hina áttina .
Reyndar væru hundarnir mikið lausir hjá mér , væru mikið á hreyfingu og fengju afbragðsfóður og Það eiginlega gerðist bara af sjálfu sér að ég væri mjög ánægður með fóðurástandið á Þeim.
Ekki alveg hlutlaus í málinu en skítt með Það.
Þá vildi konan vita hvaða fóður ég væri að gefa.
Nú kom í fyrsta sinn dálítið hik á mig, Því ég hafði á tilfinningunni að konan yrði ekki mjög hrifin af fóðrinu mínu, Þ.e.a.s, hundanna.
Viðurkenndi Þó með semingi að ég fóðraði að langmestu leiti með hráfóðri.
Það varð drjúglöng Þögn og svo vildi konan vita hvernig hráfóðri.
Nú játaði ég greiðlega að aðaluppistaðan væri hrátt kjöt, oftast innmatur úr stórgripum og svo væri sótt hross í stóðið Þegar færi að lækka í kistunni.
Verða Þeir ekki grimmir af Þessu spurði konan andaktug og mesti ljóminn horfinn úr röddinni góðu yfir Þessari villimennsku.
Ég fullvissaði konuna um Það að grimmdin kæmi úr ræktuninni, nema í einhverjum undantekningartilfellum Þar sem tækist að framkalla grimmd vegna einhverra óhappa í uppeldinu.
Algjörlega útilokað að rekja grimmd til fóðursins.
Ég held svei mér Þá að konan hafi trúað mér enda fór hún ekki frekar í Þessa sálma en vildi nú fá að vita hort ég gæti gefið henni góð ráð með tíkina sína.
Ég mat stöðuna Þannig að ekki Þýddi að mæla með hráfóðurgjöf, sagði henni að hætta að vigta matinn og gefa tíkinni ríflega.
Svo mætti gefa henni kjötafganga helst með fitunni, nú soðna eða hráa eftir smekk.
Ef hún færi að braggast óÞarflega væri bara slegið af aftur.
Kannski væri Þó öruggast að fara yfir Það með dýralækni eð hundafóðurfræðing hvort hún væri að gefa alvörufóður eða eitthvað helv. hismi eða fyllifóður.
Konan Þakkaði mér með virktum fyrir "fróðleikinn" og kvaddi síðan.
Komin aftur með Þessa eðalsímarödd.

Ég fór hinsvegar og hleypti út hundunum mínum og annarra.
Já svei mér Þá, í nákvæmlega réttu holdafari og glansandi á feldinn.
Og grimmd, hvað er nú Það ?
Sem betur fer, var var hún hvorki að velta fyrir sér tamningu, hvolpakaupum eða að losna við hund sem væri orðinn ofnæmisvaldur.
Hún var hinsvegar í vandræðum með tíkina sína sem henni fannst ekki fóðrast nógu vel.
Hún væri að gefa henni nokkurnveginn eftir leiðbeiningum miðað við Þyngd.
Hvernig ég færi að Þessu.
Þegar svona rödd er í hinum enda símans er ég ekki með neina útúrsnúninga eða fíflalæti, er hinn orðprúðasti og hvika hvergi af örmjóum vegi sannleikans.
Og sagði sem satt var, að ég hefði aldrei á æfinni vigtað fóður ofan í hund.
Þetta Þótti konunni firn mikil og vildi vita hvernig ég færi Þá að Því að fóðra hundana rétt.
Jú , ef mér fyndist Þeir Þola meira fóður bætti ég við Þá, en minnkaði skammtinn ef stefndi í hina áttina .
Reyndar væru hundarnir mikið lausir hjá mér , væru mikið á hreyfingu og fengju afbragðsfóður og Það eiginlega gerðist bara af sjálfu sér að ég væri mjög ánægður með fóðurástandið á Þeim.
Ekki alveg hlutlaus í málinu en skítt með Það.
Þá vildi konan vita hvaða fóður ég væri að gefa.
Nú kom í fyrsta sinn dálítið hik á mig, Því ég hafði á tilfinningunni að konan yrði ekki mjög hrifin af fóðrinu mínu, Þ.e.a.s, hundanna.
Viðurkenndi Þó með semingi að ég fóðraði að langmestu leiti með hráfóðri.
Það varð drjúglöng Þögn og svo vildi konan vita hvernig hráfóðri.
Nú játaði ég greiðlega að aðaluppistaðan væri hrátt kjöt, oftast innmatur úr stórgripum og svo væri sótt hross í stóðið Þegar færi að lækka í kistunni.
Verða Þeir ekki grimmir af Þessu spurði konan andaktug og mesti ljóminn horfinn úr röddinni góðu yfir Þessari villimennsku.
Ég fullvissaði konuna um Það að grimmdin kæmi úr ræktuninni, nema í einhverjum undantekningartilfellum Þar sem tækist að framkalla grimmd vegna einhverra óhappa í uppeldinu.
Algjörlega útilokað að rekja grimmd til fóðursins.
Ég held svei mér Þá að konan hafi trúað mér enda fór hún ekki frekar í Þessa sálma en vildi nú fá að vita hort ég gæti gefið henni góð ráð með tíkina sína.
Ég mat stöðuna Þannig að ekki Þýddi að mæla með hráfóðurgjöf, sagði henni að hætta að vigta matinn og gefa tíkinni ríflega.
Svo mætti gefa henni kjötafganga helst með fitunni, nú soðna eða hráa eftir smekk.
Ef hún færi að braggast óÞarflega væri bara slegið af aftur.
Kannski væri Þó öruggast að fara yfir Það með dýralækni eð hundafóðurfræðing hvort hún væri að gefa alvörufóður eða eitthvað helv. hismi eða fyllifóður.
Konan Þakkaði mér með virktum fyrir "fróðleikinn" og kvaddi síðan.
Komin aftur með Þessa eðalsímarödd.

Ég fór hinsvegar og hleypti út hundunum mínum og annarra.
Já svei mér Þá, í nákvæmlega réttu holdafari og glansandi á feldinn.

Og grimmd, hvað er nú Það ?

Skrifað af svanur